Nú kemur í ljós hvert raunverulegt fylgi formaðurinn hefur, hversu margir hlýða kalli hans.
Það er vitað að nánast allt Samfylkingarfólk mun segja já, einhverjir Sjálfstæðismenn einnig og hugsanlega örfáir Framsóknarmenn. Því verður fróðlegt að sjá hvort VG liðar hlýði kalli formannsins og segi já. Það mun líklega velta á þeim atkvæðum hvort við munum undirgangast ok Breta og Hollendinga næstu 35 ár, eða hvort við stöndum stollt á okkar rétti.
Það er ljóst að þeir sem segja já í kosningunni á laugardaginn eru að samþykkja gerðir ærulausu víkinganna sem rændu landinu peningalegum auði þess. Þeir stuðla að áframhaldandi arðráni og nú er einungis auðlindirnar eftir. Þær munu veðsettar til að kaupa frið stórveldanna.
Það er aumt að sjá formann þess flokks sem kennir sig við jöfnuð til handa öllum, berjast á hæl og hnakka við að hjálpa og viðurkenna gerðir siðlausra kapítalista, sem fóru langt yfir strikið í skynsemi og siðferði. Enn aumara er að þessi formaður skuli ætlast til þess að félagar hans í flokknum fylgi honum eftir á þessari leið.
Auðvitað munu gungurnar fylgja honum, en hinn almenni hugsandi flokksmaður VG hlýtur að segja NEI, ef hann er hollur stefnu þess flokks sem hann styður. Þarna mun skilja að þá sem hafa kjark til að hugsa sjálfstætt og þá sem eru gungur og fylgja formanninum til glötunnar.
Hvetja félagsmenn til að kjósa já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
neiyakk aldrei meir og ekkert eu kjaftæði.
gisli (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:07
Ótti Steingrims er nátturlega að Jóhanna se að sparka honum út og hann skriður eins og hlýðin rakki á hviðnum til að fá eitt klapp enn ! .........þvilik Lágkúra !! ... En hvert VG verða allir sáttir við siðasta útspil formans ?????
nei við Icesave alla leið !
Ransý (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:59
ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ FAR FYRIR DÓMSTÓLA,ICESAVE ER SAKAMÁL OG ÞESSVEGNA SEGI ÉG HIKLAUST NEI VIÐ ICESAVE.
Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:51
Ég segi bara til helvítis með Icesave.Nei Nei Nei.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.4.2011 kl. 23:05
Ef hann getur fengið hjörðina til að gegna sér í einu og öllu, þá er ekki skrítið þótt honum hafi tekist að svíkja öll kosninga loforðin sín við þjóðina, án þess að nokkur segði neitt. Þvílíkt vald, hvað er hjörðin að hugsa. Því losar hún sig ekki við þennan mann sem hefur eyðilagt VG.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.4.2011 kl. 23:17
Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.
Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!
Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?
Einnig mætti spyrja:
Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?
Auðvitað á að innheimta ALLAR útistandi skuldir, líka skuldir þeirra sem stýrðu eða tengdust Landsbankanum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 01:10
skoðaðu eftirfarandi
Það er furðulegt hvað umræðan um þennan samning er á lágu plani.
Meigin atriði þessara deilu er ekki um nokkra milljarða til eða frá í örmynt
( Ísl. Krónum), heldur því að smáþjóð vogar sér að stofna bankasamsteipu heimsins í hættu, með því að neita að borga smáaura á þeirra mælikvarða.
Ef málið fer til dóms verða örugglega miklar umræðum og skrif um málið á alþjóðavettvangi. Örugglega mun þá komi í ljós hversu óréttlátt og gallað fjármála- og hagkerfi heimsins er, sem mun valda bönkum og fjármálastofnunum miklum vanda. Í þessu fellst okkar stóra áhætta við að fella samninginn, því það má telja víst, að hver sá, sem til þessa vanda stofnar fær laglega á baukinn, ekki síst ef það er örsmá þjóð.
Annað er það sem nei hópurinn hamrar á, en það er að skattgreiðendur eigi ekki að borga skuldir óreiðumanna (tilvitnun í D.O.) og því eigum við að seigja nei.
En það er því miður það, sem skattgreiðendur eru að gera alla daga bæði hér og um allan heim. Hvað um sveitarstjórnarmenn t.d. bæði í Reykjanesbæ, Álftanesi og víðar?
Hvað um D.O. fyrrverandi seðlabankastjóra, sem setti bankann á hausinn?
Eru þetta ekki óreiðumenn,???
Og eru það ekki skattgreiðendur þjóðarinnar, sem verða að greiða óreiðu þessara manna?
Þetta er kjarni málsins, sem um verður kosið. En því miður hefur umræðan stjórnast mikið af áróðri og rökleysi hrokafullra manna, sem telja sig vera þess umkomnir og klárir að seigja heimssamtökum banka og fjármálastofnana stríð á hendur.
Að fella samninginn er hrokafull heimska og að berja höfðinu við steininn.
Hafsteinn Sigurbjörnsson.
hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:12
Guðjón Sigþór, þú óttast Davíð, það er þitt vandamál.
Það á að kjósa um lög vegna icesave á laugardaginn, þess vegna er það mál nú í umræðunni. Það sem gert var í og fyrir hrun bankanna er allt annað mál, þó vissulega icesave sé angi þess.
Þó vissulega væri gott að ná öllum fjármunum aftur af ærulausu víkingunum, þá er það mál bara ekki á dagskránni akkúrat núna. Vonandi kemur þó til einhvers uppgjörs gegn þeim.
Nú er verið að ákveða hvort við viðurkennum það sem Bretar og Hollendingar kalla skuld og tökum ábyrgð á henni. Skuld sem tilkomin er vegna gerða siðlausra manna. Þeir VG liðar sem fylgja formanni sínum í þessu máli eru þá farnir að hjálpa siðlausum kapítalistum, eitthvað sem enginn hefði trúað fyrir tveim árum síðan, en lengi skal manninn reyna!
Að sjálfsögðu munu flestir Samfylkingarmenn samþykkja þetta, enda forsenda þess að haldið verði áfram á þeirri óheillaför sem sá flokkur er að leiða þjóðina, undir ok ESB.
Gunnar Heiðarsson, 4.4.2011 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.