Nú er nóg komið af andskotans bullinu í Gylfa !!
31.3.2011 | 12:52
Hvaða rétt hefur Gylfi Arnbjörnsson til að beita hagsmunasamtökum launþega í áróðursskyni? Hver gefur honum leifi til að gera þetta?
ASÍ eru hagsmunasamtök launþega, ekki pólitískt afl og alls ekki hluti af Samfylkingunni. Þó Gylfi Arnbjörnsson og hans rakkar í ASÍ sé kratar er ekki nema hluti launafólks sem styður þá pólitísku stefnu. Hlutverk forseta ASÍ er eitt og aðeins eitt, að standa vörð um kaup og kjör aðildarfélaganna.
Því miður hefur Gylfi Arnbjörnsson algerlega gleimt þessu hlutverki sínu og snúið sér alfarið að pólitík. Því á að bera hann út úr húsakynnum ASÍ strax.
Það fréttabréf sem ASÍ sendir til allra landsmanna nú í dag er eingöngu um icesave lögin. Ekki er þó um að ræða hlutlaust mat á þessum lögum, heldur er þarna grófur áróður þeirra sem vilja lögin samþykkt.
Í fréttabréfinu eru fjórar greinar.
Sú fyrsta er ekki um neitt.
Önnur kallast "nokkrar lykilspurningar og svör." Þarna er gamalkunnur áróður þeirra sem vilja samþykkja lögin. Eitt vekur þó athygli, en það er sú fullyrðing að samningurinn kosti 27 miljarða, jafnvel þó vitað sé að forsendur fyrir þeirri tölu eru brostnar og kostnaðurinn geti aldrei farið niðurfyrir 50 miljarða.
Þriðja greinin kallast "greinagerð hagdeildar ASÍ um icesave." Þarna fara hlutirnir fyrst að ske. Ruglið og staðreyndarvillurnar eru með ólíkindum. Þar eru sett upp þrjú dæmi: Betri útkomu, grunndæmi og verri útkomu. Ekki er að sjá nein rök fyrir þessum dæmum, einungis er tekið inn lítilsháttar mismunur á innheimtu eigna og mismunur á endurgreiðslutíma af höfuðstól. Engin frekari rök er færð fyrir þessu og engi líkara en þarna hafi einungis verið gripið eitthvað til að fá rétta niðurstöðu. Mismunur þessara dæma fyrir ríkissóð eru þó frá -8 miljörðum upp í +93 miljarða. Grunndæmið hljóða upp á +27 miljarða kostnað. Þá er leikið sér nokkuð með gengismál, nokkuð sem hagfræðingar elska en geta þó aldrei komist að réttri niðurstöðu um. Undir þetta rugl skrifar Ólafur Darri, Samfylkingarmaður.
Fjórða og síðasta greinin nefnist "icesave - gott að hafa í huga." Þarna er farið yfir nokkur atriði samningsins og fléttað inn í það fulyrðingum sem ekki standast. Ef eingöngu væri teknar staðreyndir samningsins hefði þessi grein verið nokkuð góð, jafnvel þó valið hefði verið að halda utan þeim staðreyndum sem verstar eru fyrir okkur. En því er ekki að heilsa, þarna er blandað saman staðreyndum og fullyrðingum og að sjálf sögðu ekki talað um þær staðreyndir sem koma okkur verst, eins og að lögsaga málsins muni flytjast frá Íslandi til Bretlands.
Þetta fréttabréf er fullt af órökstuddum fullyrðingum, sumum beinlínis röngum. Forðast er að ræða það sem verra er fyrir okkur en hampað því sem talið er betra.
Það eru skiptar skoðanir um afleiðingar þess að samþykkja lögin. Það er ekki í verkahring ASÍ að setjast í dómarasæti þar. Með því er verið að breyta hagsmunasamtökum sem standa eiga vörð um hag félagsmanna yfir í pólitísk samtök sem taka afstöðu til ýmissa málefna sem launþegar hafa skiptar skoðanir á. Þá eru samtökin ekki lengur fyrir launamenn, heldur launamenn fyrir samtökin. Það er rangt, kolrangt!!
Þetta er verkalýðshreyfingunni til skammar. Það er nóg sem Gylfi Arnbjörnsson og rakkar hans hafa gert launafólki í landinu, þó hann vinni ekki beinlínis að því að koma ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga á þjóðina.
Gylfi ætti að skammast sín og hypja sig út úr húsakynnum ASÍ!!
Nú er það svo að ég hef ekki möguleika á að segja mig úr ASÍ. Sem launamaður er ég bundinn þeim samtökum, hvort sem mér líkar betur eða verr. Því er það gjörsamlega út í hött að forusta þessara samtaka skuli geta leift sér að taka pólitíska afstöðu til mála. Þessi samtök eiga að vera fyrir launafólk ekki einhvern ein ákveðinn stjórnmálaflokk.
Um þessar mudir er fylgi Samfykingarinnar um 20%, því má gera ráð fyrir að svipað hlutfall launþega aðhyllist þann stjórnmálaflokk. ASÍ á hins vegar að vera fyrir alla launþega, ekki bara þau 20% sem kjósa Samfylkinguna!!
Sú afstaða sem Gylfi og rakkar hans hjá ASÍ hafa tekið, bæði í þessu máli sem og kjarabaráttunni hefur stórskaðað verkalýðshreyfinguna. Þann skaða verður erfitt að laga og algerlega útilokað nema með því að skipta út forustu ASÍ, allri!
Fréttabréf ASÍ helgað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki áróður.
Bara staðreyndir á blaði.
En sumir eru hræddir við staðreyndir. Og ekki er það Gylfa að kenna.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2011 kl. 15:55
Vissulega finnast staðreyndir í þessu bréttabréfi, en einnig fullyrðingar sem ekki standast.
Það vantar einnig margar staðreyndir úr samningnum sem ASÍ kýs að þegja yfir, eins og t.d. að lögsaga samningsins færist frá Íslandi til Bretlands. Þetta er eitthvað þíðingarmesta atriði samningsins!
Gunnar Heiðarsson, 31.3.2011 kl. 17:05
Það eru hlutlausir dómstólar í Bretlandi alveg einsog á Íslandi.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2011 kl. 17:48
Hlutlausir dómstólar eru ekki til!
Sigurður Haraldsson, 31.3.2011 kl. 18:53
Sammála þér Gunnar! og Sigurður.
Eyjólfur G Svavarsson, 31.3.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.