Áróður !!

Enn er haldið uppi áróðri um miklar launahækkanir. Það kemur svo sem ekki á óvart, nú þegar líður að lokum viðræðna þeirra félaga Gylfa og Villhjálms. Þeir ætla að keyra í gegn samninga sem gefa launafólki lítið sem ekkert og treysta á loforð ríkisstjórnarinnar, sem ekki hefur getað gert neitt af viti hingað til! Til að þeim takist þetta ætlunarverk sitt þurfa þeir öll brögð sem til eru.

Þessar tölur Hagstofunnar segja eingöngu til um meðaltal á vinnumarkaði, ekki neitt um launahækkanir þeirra launamanna sem þiggja laun eftir þeim samningum sem ASÍ og SA eru nú að semja um. Þar hafa engar launahækkanir orðið af viti frá því fyrir bankahrun. Hvers vegna tekur Hagstofan ekki saman launaskrið þessa fólks?

Launahækkun og kjaraaukning er ekki það sama. Jafnvel þó einhver launahækkun hafi orðið hjá einhverjum hópum í samfélaginu, hefur hún enganveginn dugað fyrir þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur. Þar að auki hjálpar það þeim sem engar launahækkanir hafa fengið lítið þó einhverjir aðrir fái hækkun. Staðreyndin er einföld, þeir sem ofar eru í launastiganum eiga auðveldara með að fá sín laun hækkuð. Láglaunafólkið hefur enga getu til að krefja sinn vinnuveitanda um aukin laun, það verður að taka við því sem því er rétt og skríða síðan á hnjánum burtu!

Engin launahækkun orðið hjá því fólki sem fær greidd laun eftir þeim kjarasamningum sem ASÍ er að semja fyrir nú. Þessir menn eru að semja um kjarasamninga sem lítið sem ekkert hafa hækkað síðustu ár, jafnvel verið teknar af hækkanir sem þó hafði verið samið um.

Það er þetta sem skiptir máli og þetta eitt!! Hvort einhverjir sjálftökumenn hækki sín laun og brengli með því niðurstöður Hagstofunnar, skiptir engu máli!!

 


mbl.is Laun hækkuðu um 4,7% í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þetta er áróður af verstu gerð! Laun til almennra borgara hafa lækkað sé tekið mið af hækkun verðlags!

Sigurður Haraldsson, 31.3.2011 kl. 10:49

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Sigurður, það er kaupmáttinn sem á að mæla, ekki launin.

Svo er annað, það segir lítið að taka eitt ár og það árið 2010. Það á að skoða þessi mál frá þeim tíma er samningar voru síðast í raunverulegu gildi, eða frá sumrinu 2008. Strax eftir hrun bankanna var sá samningur sem sagður var gilda til 1. des síðastliðinn, í raun tekinn úr sambandi.

Ef teknar eru allar þær hækkanir síðan sumarið 2008, skattahækkanir, þjónusthækkanir og hækkanir á vörum, auk stökkbreutingu lána, síðan þá og borð saman við þær launahækkanir sem orðið hafa á sama tíma, þarf nálægt 15% launahækkun nú til þess eins að komast á sama grunn og þá.

Þar fyrir utan hafa margir launamenn, sérstaklega á lægri stigum launataxta, orðið fyrir skerðingu tekna vegna minni vinnu. Ef leiðrétta á þann mun einnig þarf að hækka laun enn frekar, eða það sem meiru máli skiptir í því sambandi er að koma atvinnulífnu á réttan kjöl.

Það er þó alveg deginium ljósara að þessi ríkisstjórn sem nú situr mun ekki geta það, til þess eru of mörg ljón innan stjórnarinnar!!

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2011 kl. 11:16

3 identicon

Það getur vel verið að þín laun hafi ekki hækkað, ekkert frekar en mín, en það þýðir ekki að laun annarra hafi ekki gert það. Og mælingar Hagstofu hafa ekkert með samninga launafólks að gera og mæla ekki breytingar á þeim heldur vísitölu launa byggða á þeim samanburði sem hún hefur. En bloggarar sjá samsæri í hverju horni og þessi mæling Hagstofu hlýtur að vera eitt. Krefst ég þess að við leggjum Hagstofuna niður eins og skot eins og Davíð gerði við Þjóðhagsstofnun hér um árið þegar honum líkuðu ekki spárnar. Þetta eru jú tómar áróðursstofnanir!

Pétur (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband