Sjóðþurrð

Kæri vinuveitandi. 

Hjá mér stefnir í sjóðþurrð. Því hef ég ákveðið að hækka gjaldskrár mínar. Hækkun vegna fluttningskostnaðar verður um 40% og hækkun vinnuframlags um 30%.

Ég sé mig tilneyddann til að gera þetta til að bjarga mér frá sjóðþurrð og einnig til að eiga auðveldara með endurfjármögnun minna lána. Samanborið við vinnuafli í næstu nágrannalöndum, eins og t.d. Noregi er gjaldskrá mín eftir sem áður mun lægri en þar.

Yðar einlægur þræll.

 

Því miður er ekki eins einfallt fyrir mig að ákveða svona hækkanir eins og OR gerir. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að minn vinnuveitandi mun bar hlæja að mér ef ég gerði þetta, en viðskiptavinir OR verða að bíta í þetta súra epli, hvort sem þeir hafa getu til eða ekki. Þetta sýnir best hversu illa launafólk stendur að vígi, sérstaklega þegar talsmenn þess vilja ekki standa vörð þess!

 


mbl.is Stefndi í sjóðþurrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband