Skrítin niðurstaða
30.3.2011 | 11:03
Ef þessi skýrsla er rétt og ekki ætla ég að efast um störf Hagstofunnar, ætti ekki að vera mikið mál að ljúka kjarasamningum.
Til viðmiðunar er hægt að hafa niðurstöður skýrslu um lágmarkslaun, en samkvæmt henni eru lágmarkskjör til að lifa á Íslandi rúm 200.000,- + skattar, eða nálægt 290.000,-. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir verkalýðsforustuna að koma því í gegn sem lágmarkslaun, þar sem meðaltalslaun eru samkvæmt skýrslu Hagstofunnar eru 348.000,-.
Reyndar finnst mér þetta ótrúlegar tölur sem koma fram í skýrslunni, þó ég, eins og áður segir, vilji ekki efast um heilindi Hagstofunnar. Sjálfur vinn ég vaktavinnu og skila 42 tíma vinnnuviku. Heildarlaun mín eru þó ekki nema rétt rúm 250.000,- kr á mánuði. En ég fæ að vísu greitt eftir samningi milli SGS og SA, það gerir væntanlega gæfumuninn.
Það er einnig undarleg tímasetning á framsetningu þessarar skýrslu, einmitt að morgni þess dags sem SA og ASÍ eru að fara í lokaviðræður við ríkisvaldið!
Reyndar, eftir að hafa lesið skýrsluna betur, dreg ég til baka fyrri orð mín. Ég efast stórlega að þessi skýrsla standist skoðun!! Hún ber greinileg merki þess að hafa áhrif á þær kjaraviðræður sem nú standa yfir og væntanlega mun Gylfi fagna henni. Skýrslan hjálpar honum það ætlunarverk að standa að baki SA gegn launafólki í landinu!!
Regluleg laun 348 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar meðaltal er hærra en miðgildi, bendir það til skekktrar dreyfingu. Það er að tiltölulega fá stök eru með gildi langt yfir meðaltalinu en meirihluti staka er undir meðaltalinu. Þegar dreyfingin er jafn skökk og þetta (munur á miðgildi og meðaltali = 80.000) er eðlilegra að miða við miðgildið heldur en meðaltalið. Mbl.is fellur í þessa grifju (greinilega sökum vankunáttu blaðamanns á tölfræði) og birtir meðaltalið í fyrirsögn en ekki miðgilldið sem er í besta falli villandi og gefur ranga mynd af stöðu mála.
Það er ekkert við tölur hagstofunnar að sakast, tölurnar ljúga ekki. Að vísu mætti bæta framsettninguna (þarna vantar til dæmis staðalfrávik og fjórðungstölurnar eru á óskiljanlegum staðli í stað þess að telja þær einfaldlega í krónum, auk þess eru engin kassarit birt sem gefa betri mynd af dreyfingunni). En það má skamma mbl.is fyrir vankunnáttu á tölfræði og villandi fréttamiðlun.
R (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:49
það er auðvelt fyrir þá að fá þessar nyðurstöður af meðaltali þegar þeir sem eru með miljonir í mánaðatekjur hækka meðatalið hja þeim sem eru með miklu minni laun og að það er altaf verið að nota þessa aðferð til að reikna útt fleira sem skiftir máli við úttreikniga hjá hinu obinbera og ríkinu
Birgir Páll Guðjónsson, 30.3.2011 kl. 19:58
alltaf jafn mikið samsæri á þessari síðu.
það mætti halda að Gylfi, Samfylkingin og ESB eru alltaf að plotta.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2011 kl. 21:24
Það mætti halda það Þ,S,HogH. Reyndar þarf ekki mikinn snilling til að sjá að svo sé, en hinir gætu hugsanlega haldið þetta.
Gunnar Heiðarsson, 30.3.2011 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.