Hið "ískalda mat" Bjarna Ben
27.3.2011 | 19:41
Þegar Bjarni Ben tók sína ótrúlegu afstöðu að fara gegn samþykktum eiginn flokks og setjast við hlið Steingríms J í icesave málinu, fylgdu að sjálfsögðu nokkrir félagar hans honum eftir. Það er háttur þeirra sem telja sig betur setta við fótskör foringjans, en hafa ekki mannkosti til að komast þangað af eigin verðleikum, að dingla á eftir foringjanum eins og þægir rakkar, leggjast síðan við fætur þeirra í von um að einhverjir brauðmolar falli á gólfið!
Einu rök Bjarna fyrir þessum viðsnúning sínum og svikum við flokk sinn, voru "ískallt mat" hans á stöðunni. Á hverju þetta ískalda mat hans byggist hefur hann því miður ekki gefið upp, hvorki forsemdur né niðurstaða þess. Þegar menn leggja mat á eitthvað hljóta þeir að skoða einhverjar forsemdur, sama hversu kallt matið er. Það er einnig venjan að þegar menn hafa metið eitthvað, komi út úr því mati einhver niðurstaða. Bjarni hefur ekki viljað gefa upp hvaða foremdur hann lagði að þessu mati sínu og því síður hver niðurstaðan varð, að öðru leiti en því að hann settist við hlið Steingríms J.
Þetta hlýtur að vekja upp spurningu um hvað veldur þessari niðurstöðu Bjarna. Er hugsanlegt að hann skoði kannski frekar áhrif þessa máls á eigin fyrirtæki og fórni flokknum og þjóðinni fyrir það? Er hugsanlegt að Bjarni skoði frekar áhrif þessa máls á ESB aðlögunarferlið og fórni flokknum og þjóðinni fyrir það? Spyr sá sem ekki veit.
Í öllu falli hefur Bjarni ekki gefið kjósendum sínum eða flokksfélugum viðhlýtandi svar við því hvaða liggi að baki þessu "ískalda mati" hans.
Menn geta talað mikið og lengi um ekki neitt, í þeirri snild er Bjarni nokkuð fær. Fyrir suma hljómar slíkt hjal sem fögur simfonía, þegar flestir sjá í gegnum málæðið og bullið.
Icesave-hópar stækka ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben er skemdur maður og ofdekraður frá fæðingu.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.