Það er eitthvað að, eitthvað stórkostlegt að!!
25.3.2011 | 19:25
Þegar eldsneytisverð náði hæðstu hæðum hér á landi. 7. mars síðastliðinn, kostaði líterinn af bensíni á fullu verði hjá Skeljungi, 237,90 kr. Þá var gengi dollarsins á 114,94 og verð á erlendum mörkuðum (OPEC) $112,03 tunnan.
Síðan hefur gengi dollars farið hæðst í 116,75 og lægst 113,37. Verð olíu á erlendum mökuðum hefur verið lægst $105.80 og hæðst (einn dag) $111,09 tunnan, yfir þennan sama tíma. Fullt verð á eldsneyti hér á landi var lengst af þennan tíma 237,90 kr/L en þó lækkað í 234,90 kr/L í nokkra daga.
Nú kostar líterinn af bensíni á fullu verði hjá Skeljungi 238,90 kr, gengi dollars er 114,03 kr og verð á olíu á erlendum mörkuðum er $110,81 tunnan.
Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig lærra gengi dollars og lægra verð á erlendum olíumörkuðum leiði til hærra eldsneytisverðs hér. Sérstaklega þegar stæðstan hluta þess tíma sem verð á erlendum mörkuðum var mun lægra og gengi dollars einnig, var verð á eldsneyti það hæðsta sem hér hafði verið, þar til nú er það hækkar enn meira!
Það er eitthvað að, eitthvað stórkostlegt að!!
Eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.