Kosningar strax

Loks sér fyrir endann á þeirri óstjórn sem hér hefur verið síðustu tvö ár. Fram til þessa hafa nokkrir þingmenn VG verið stjórninni erfiðir, en nú kemur hvert málið af öðru þar sem þingmenn Samfylkingar gagnrýna eigin ráðherra.

Þingmenn Samfylkingar hafa svo sem verið duglegir við að gagnrýna ráðherra ríkisstjórnarinnar, en fram til þessa hefur sú gagnrýni eingöngu verið beitt gegn ráðherrum samstarfsflokksins. Nú er breyting þar á.

Í morgunútvarpinu voru bollalengingar um hvort "víkka ætti út stjórnina". Það vita allir að nokkrir Samfylkingarþingmenn hafa gengið með grasið í skónum eftir stuðningi Sjálfstæðisflokks um nokkuð langt skeið. Formður VG hefur þó blásið á þær hugmyndir fram til þessa.

Nú virðist vera breyting þar á og útilokar VG ekki slíka "útvíkkun". Vandamálið er bara að jafnvel þó báðir stjórnarflokkarnir séu hugsanlega til í "útvíkkun" stjórnarinnar, geta þeir að sjálf sögðu ekki komist að samkomulagi um með hvaða hætti. Samfylkingin vill samstarf við Sjálfstæðisflokk, en VG vill samstarf við Framsóknarflokk.

Það gleymist þó alveg að taka inn í myndina hvort þessir flokkar eru tilbúnir í slíkt samstarf. Hvor þeirra sem tæki þátt í slíku samstarfi væri að fremja pólitískt sjálfsmorð! Vissulega eru þingmenn innan beggja þessara flokka sem tilbúnir eru í slíkt samstarf, ekki til að bjarga þjóðinni, heldur til að lengja eiginn tíma á þingi. Þetta eru þeir þingmenn sem telja sig vart komast á þing í næstu kosningu og hafa ekki neinu að tapa. Því horfa þeir fyrst og fremst á eigin hag, ekki hag flokksins og alls ekki hag þjóðarinnar.

Það kæmi því ekki á óvart þó líf stjórnarinnar yrði lengt eitthvað, annað hvort með aðkomu annars stjórnarandstöðuflokksins eða einstökum þingmönnum þeirra. Forsenda slíkrar aðkomu þessara þingmanna er þó að Jóhanna víki og ekki að sjá annað en að þingmenn Samfylkingar séu farnir að vinna stíft að því máli.

Eina rökrétta í stöðunni, algerlega óháð því lögbroti sem forsætisræðherra hefur orðið uppvís að nú, er að boða til kosninga og það strax!

 


mbl.is Grafalvarleg staða ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að Jóhanna Sigurðard byðjist tafarlaust launar fyrir sig og sitt ráðuneyri ..Núna !!

ransý (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:49

2 identicon

Þótt fyrrrrr hefði verið !

Kristinn M (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 16:00

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvaða rugl er þetta. kosning kosning,hvað ætlið þið að kjósa ???????

Þið eruð engu betri en þessir aular það verður sama útkoman úr þeirri kosningu því þið kjósið alltaf það sama,

Sigurður Helgason, 23.3.2011 kl. 16:06

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lengi getur vont versnað Sigurður, en nú er svo komið að verra getur það varla orðið.

Þessi stjórn er búin að skaða land og þjóð meira en bankahrunið sjálft, með röngum ákvörðunum.

Því er allt betra en það sem nú er og því þjóðarinnar að segja til um hvað hún vill. Ef þjóðin vill hafa þessa stjórn áfram munu stjórnarflokkarnir fá umboð hennar. Því ætti stjórnin, ef hún er svo viss um að hún sé að gera rétt, ekkert að óttast kosningar.

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2011 kl. 17:38

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Gunnar og það á að kalla eftir kosningum strax...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 20:44

6 Smámynd: Sigurður Helgason

Ok ekki VG, ekki frú eða herra JÓHANNA A,ekki hrunflokkarnir D og B,

hvar á þá aumur kjósandi eins og ég, sem þarf að hlusta á börnin mín grátandi yfir því að þau hafi verið rænd, unnið eins og skepnur staðið í skilum, en bíldruslan sem kostaði 1,8m er nú í dag 2.1 þrátt fyrir að það er búið að borga af henni 1 m,

hvar á ég að setja X MITT Í KOSNINGU

ÞORIR EINHVER AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ ????????? 

Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband