Siðareglur ráðherra

Þegar lesið er yfir þessar "siðareglur ráðherra" kemur í raun fyrst í huga manns froða, froða sem er fyrirferamikil en verður að engu þegar reynt er að ná tökum á henni.

Þó er nokkur atriði sem virðast vera sett til þess eins að koma í veg fyrir gerræðislegar ákvarðanir ráðherra, eins og núverandi umhverfisráðherra hefur verið uppvís að. Má þar nefna til dæmis:

1. grein, 1. málsliður: Ráðherra sinni starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beytir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi og sanngirni og án tillits til eigin hagsmuna.

4. grein, 5 málsliður: Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.

Varðandi flestar greinar þessara "siðareglna" er þó einn þráður nánast alla leið í gegn, en það er:  Ráðherra er ekki heimilt........... nema, ráðherra skal.......... nema og ráðherra má ekki.......... nema.

Það er gott að fá siðareglur fyrir ráðherra, en þær verða þá að vera skírar og stuttar, þannig að auðvelt sé að fara eftir þeim. Þetta plagg Jóhönnu er með þeim hætti að minnir frekar á lélegt kosningaloforð. Það er til dæmis ekkert talað um að ráðherra beri að segja satt og rétt frá staðreyndum.

Í kafla 7 um ábyrgð ráðherra er ekkert talað um að ráðherra beri að segja af sér ef hann gerist brotlegur við þessar siðareglur, en það er þó foresmda þess að ráðherra fari eftir þeim.

Þessar reglur eru því froða. Það hefði verið auðvelt fyrir Jóhönnu að setja fram skírar og haldbærar reglur en hún kýs frekar að koma með eitthvað orðagjálfur sem frekar á heima í kosningaloforðum lélegs stjórnmálaflokks!!

 


mbl.is Siðareglur fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband