Vinir Gylfa

Það er nöturlegt, í ljósi þeirra frétta sem verið hafa undanfarið, að skoða hverjir eru í stjórn, framkvæmdastjórn og fulltrúaráði Samtaka iðnaðarins.

Forseti ASÍ hefur látið vin sinn Vilhjálm Egilsson plata sig til fylgis við stefnu í kjaramálum sem er öllum launþegum til óheilla, stefnu sem gengur út á það að allir launþegar fái sömu launahækkun og að hún skuli miðast við greiðslugetu þeirra fyrirtækja sem verst standa. Svo hart hafa þeir gengið í þessu að nú stefnir í verkföll með tilheyrandi tapi fyrir alla, sérstaklega þó þau fyrirtæki sem mest eru að græða nú.

Þessi stefna var búin til innan SA, en þar sitja meðal annars í trúnaðarstöðum, Birna Einarsdóttir sem fékk fellt niður nokkurra miljarða kúlulán eftir hrun, sat í stjórn annars greiðslukortafyrirtækisins sem fék á sig dóm fyrir ólögmætt samráð, situr nú í stóli bankastjóra eins af þrem stóru bönkunum og er með vel á þriðju miljón í laun á mánuði, eftir að hafa hækkað sín mánaðarlaun um 625.000,- kr.

Einnig situr í fulltrúaráði SA Höskuldur H Ólafsson. Hann var framkvæmdastjóri Valitor áður en hann settist í stól bankastjóra. Nú er það kortafyrirtæki í skoðun hjá samkeppnisstofnun vegna meints samráðs. Þessi maður þótti þó það dýrmætur að borga varð honum 10 miljarða til þess eins að færa sig á milli deilda innan bankans. Laun fyrirrennara hanns þótti honum of lág og varð að hækka þau um 65,7% eða 1.100.000,- kr á mánuði. Nú hefur þesi maður nærri 3.000.000,- kr í laun á mánuði.

Þetta er meðal annars þetta fólk sem mótaði þá kjarastefnu sem nú er unnið eftir, þá stefnu að almennu launafólki væri nóg að fá allt niður í 5.000,- kr hækkun launa á mánuði! 

Þetta er það fólk sem hefur búið svo um að laun þeirra ákvarðist af "því sem markaðurinn kallar eftir", með öðrum orðum, af því sem því sjálfu sýnist. 

Þetta er það fólk sem tekur sér tugi prósenta launahækkun ofan á sín ofurlaun, en ætast tl að launafólkið lát sér duga 2,5% hækkun á sín laun, sem engan veginn duga til framfærslu, hvorki fyrir né eftir þessa "rausnarhækkun" sem þau bjóða! 

Og þetta er það fólk sem Gylfi Arnbjörnsson vinnur fyrir og vingast við!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband