Staðfesting !!

Þá hefur það verið staðfest, vandi Íslands er fyrst og fremst stjórnvöld, ekki að við erum utan ESB eða án evru. Þetta kemur mörgum svo sem ekki á óvart, en nú hefur þetta verið endanlega staðfest.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, staðfestir þetta og Finnur Oddson, framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs, tekur undir það. En hann segir meðal annars:

„Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við. Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum."

Skýrara getur þetta varla verið!!

http://visir.is/vilja-ekki-lana-til-islands/article/2011703109959

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég veit ekki betur en að meirihluti Alþingis, 56 þingmenn úr öllum flokkum hafi samþykkt framlenginu gjaldeyrishafta án málefnalegrar umræðu eða athugasemda.

Vandinn er stærri en okkur grunar.

Lúðvík Júlíusson, 10.3.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband