Það er huggulegt að hafa svo vitran mann í stól efnahags- og viðskiptaráðherra !!

Það er ekki nafn gjaldeyrisins sem kallar á gjaldeyrishöft, heldur stjórnun efnahagsmála!

Það ætti efnahags- og viðskiptaráðherra að vita!!

 


mbl.is Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi svokallaði ráðherra er ekki ráðherra Íslands. Hann er aumur töskuberi ráðherraráðs ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svo sammála þér Gunnar sem og Gunnlaugi, það er alveg ljóst að hann er ekki að vinna fyrir okkur Íslendinga eins og hann ætti að vera að gera....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Thad aetti ad setja althjodlegt fjolmidlabann a thennan mannn

Magnús Ágústsson, 5.3.2011 kl. 01:09

4 Smámynd: Óskar

Landinu verður ekki betur stjórnað heldur en aðstæður leyfa.  Með óleyst icesave og steindauða krónu er kraftaverk að tekist hefur að halda efnahagslifinu sæmilega gangandi yfirhöfuð. 

Óskar, 5.3.2011 kl. 04:13

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann er ónothæfur sem lögfræðingur en hvernig Heilagri Jóhönnu datt í hug að hann væri nothæfur sem ráðherra er hulin ráðgáta..........

Jóhann Elíasson, 5.3.2011 kl. 08:58

6 identicon

Árni er því miður einn ef þeim klárari í "ríkisstjórninni sem ekki kann að reikna". Það er síðan viðmiðið sem skiptir máli því hann virðist ekki sérlega mikið greindari en jarðarber.... sem segir síðan mest um hina í "stórninni"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 09:58

7 identicon

Þá er ekki úr vegi að óska þjóðinni til hamingju með að héðan í frá verður Össur hf ekki á Íslenskum hlutabréfamarkaði. Og ef áfram heldur sem fram horfir munu Össur, Marel, Eve Online og fleiri hátækni framleiðslufyrirtæki, ekki vera með nema lágmarks starfssemi, ef einhverja, á Íslandi innan fárra ára. Borga sína skatta og gera upp sitt bókhald á Evrusvæðinu. Mörg eru nú þegar búin að flytja starfsemi úr landi eða opna starfsstöðvar erlendis sem annars hefðu verið opnaðar hér.

Við verðum víst að sætta okkur við það að vera áfram láglauna hráefnisframleiðsluland með mikið atvinnuleysi meðan við búum við gjaldeyrishöftin og krónuna. Við tölum okkur ekkert út úr þeirri staðreynd með ódýrum frösum, útlendingahræðslu og einhverri elsku krónan rómantík. Okkar er valið.

sigkja (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 13:31

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigkja

Þessi fyrirtæki voru farin frá Íslandi á meðan á góðærinu stóð, það var kallað útrás.

Í viðtali við þessa stjórnendur löstuðu þeir ekki krónuna, þeir sögðu að þeir væru að skattastefnan og stefnuleysið væru meginorsökin, ekki krónan

Hverjum er skattastefnan að kenna og hverjum er stefnuleysið?

Brynjar Þór Guðmundsson, 5.3.2011 kl. 21:09

9 identicon

Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar segir:„Það er skylda stjórnarinnar að horfa fram á veginn og við tókum ákvörðun um það að við gætum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur."

Brynjar, annar okkar þarf að læra að lesa.

Og það er töluverður munur á því að borga skatta á Íslandi, kaupa erlend fyrirtæki og reka þau, flytja hagnaðinn og jafnvel eitthvað af framleiðslunni hingað eins og Össur og Marel gerðu í sinni útrás, eða að fara úr landi með sína starfsemi og greiða skatta erlendis. 3-5 ár og þetta verða ekki lengur íslensk fyrirtæki. Hvaða sjúkrahúsum og skólum eigum við að loka þegar þær skattatekjur hverfa?

sigkja (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 00:04

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=546ce03b-237c-44bb-ac91-069681c465b4

 Hér er fréttin af þessu, hún er númer 4 á eftir:

Sameining SP-kef og Landsbankann, leitað að vélsleðamanni og farþegum illa brugðið, fréttin hefst 05:30

ég heyrði, Illa ígrundaðar aðgerðir(stjórnvöld), skattahækkanir(stjórnvöld), stefnuleysis stjórnvalda í gjaldeyrismálum.  Hér er verið að skjóta á stjórnvöld. Þeir geta ekki notað krónuna núna vegna þess að hún er mælitæki sem sýnir árangur stjórnvalda í efnahagsmálum og það batnar ekki með nýrri minnt. Þar fyrir utan voru þeir að gagnrýna mikið atvinnuleysi hér en það er meira atvinnuleysi í Danmörku heldur en hér, á Íslandi er atvinnuleysið um 8% en 8.5, þar fyrir utan hefur atvinnuleysið í Danmörku verið að jafnaði 5%stigum hærri en hér í gegnum tíðina. Stjórnendurnir þarna litast óneitanlega af pólitík en bæði forstjóri ccp og Össurar styðja einn flokk dyggilega en engan annan

Ég er ekki að biðja um að þú(sigkja) kunnir að lesa, mér þykir nóg að þú getir heyrt eða séð

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.3.2011 kl. 08:08

11 identicon

Þú gerir semsagt engan greinarmun á því sem stjórnendurnir segja og því sem fréttamaðurinn nefnir í almennri upptalningu. Stjórnendurnir nefndu t.d. hvergi skattahækkanir eða atvinnuleysi, samt virðist þú heyra það og flokkar sem einhver aðalatriði og telur þig þá getað sett stjórnarmenn í einhvern einn stjórnmálaflokk.

Þegar menn geta ekki lesið, heyrt og séð fyrir pólitískum skapofsa og ranghugmyndum er e.t.v. kominn tími til að slaka á.

sigkja (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 13:06

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mér þykir leitt að menn séu að nota mitt pláss á blogginu til að vera í skítkasti.

Ég vil þó segja við "sigkj", þó ég svari hellst ekki þeim sem ekki þora að setja nafn sitt undir skrif sín, að það er sama hvað gjaldeyririnn nefnist. Það sem skipti máli er hvernig stjórnvöld spila úr því sem þau fá, hverju sinni, sem ákvarðar styrk eða veikleika gjaldmiðilsins.

Ef tekinn er upp sameiginlegur gjaldmiðill mun sá styrkur eða veikleiki koma annarstaðar fram. Hjá Írum kom þetta fyrst fram sem gífurleg skuldasöfnun, mun meiri en hér á landi og eru þeir nú að súpa seiðið af því. Annar staðar hefur þetta komið fram sem viðvarandi atvinnuleysi.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2011 kl. 14:07

13 identicon

Afsakið, ég skal reyna að passa það í framtíðinni að vera ekkert að tjá mig á þínum síðum. Þú stjórnar hér og þér er velkomið að eyða þessum færslum. Staðreyndirnar tala sínu máli, fyrirtækin eru að fara, hvort sem stjórnvöld annarstaðar glími við meiri vanda eða ekki.

Bless.

sigkja (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 15:04

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki er ég að reka þig burtu af mínu bloggi "sigkja", en vil þó ekki að menn séu að kasta óhróðri í aðra gesti hérna. Menn geta skotið á mig sjálfan eins og þeim sýnist, en ég vil að þeir sem hér skrifa athugasemdir geti verið í friði fyrir slíku aðkasti. Einnig þætti mér vænt um að menn settu nafn sitt undir sín skrif, það er lágmarks kurteisi!

Skrif þín fá að standa eins og öll önnur sem hingað koma.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband