Uppkosning - endurkosning

Auðvitað á að kjósa aftur, annað er út í hött.

Það er hins vegar undarleg árátta manna að grípa einhver skrípyrði og bulla því síðan yfir þjóðina! Einhver sem greinilega kann ekki á fjölbreytni íslenskt máls, kom fram með það skrípyrði "uppkosning"! Fréttamenn hafa síðan verið duglegir við að nota þetta orð, þó einfaldara sé að segja bara endurkosning!

Ekki dettur neinum manni í hug að tala um að eitthvað sé uppsagt, í stað endursagt, eða að efni í sjónvarpi sé uppsýnt!!

Þetta minnir á það sem skeði í málnotkun landsmanna undir lok áttunda áratugar síðustu aldar, þegar einn pólitíkus sem duglegur var að láta heyra í sér fór að segja "í annan stað" þegar hann átti við "í öðru lagi". Svo rammt kvað af þessu að flestir sem vildu teljast meiri menn voru farnir að nota þetta öfugmæli og enn heyrist þetta í íslensku talmáli. Það eru sennilega ekki margir þeirra sem yngri eru sem vita að orðatiltækið " í annan stað" merkir "í staðinn fyrir". Þetta vissu þó flestir á þeim tíma er þessi stjórnmálamaður ákvað að breyta íslensku talmáli!

Við skulum þó vona að orðskrípið "uppkosning" ná ekki festu í íslensku máli. Íslenskan er nógu fjölbreytt og falleg þó ekki sé verið að afbaka hana með svona skríporði!!

 


mbl.is Uppkosning talin eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Ótrúlegt að alltaf skuli þurfa að finna einhver nýyrði við öllu.

Undarlegur fjandi!

K Magg (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:41

2 identicon

Þess konar einstaklingar sem finnst þetta eðlileg tilhögun eru ekkim eðlileg afurð síns samfélags, heldur í grunninn alræðissinnar, sem liði betur í Íran þar sem forynginn gæti ákveðið allt út og suður fyrir þau, og klerkar ávítað þau fyrir brot á reglum og lögum, og þar liði þeim vel, innan ramma sem aðrir sköpuðu fyrir þau.

Engin þjóð með sjálfsvirðingu breytir eigin stjórnarskrá fyrir tilstilli ólöglega kjörinna einstaklinga, í svo háðuglegum kosningum.

Engin þjóð er meiri en sjálfsvirðing hennar. Sýnum okkur sjálfum þá virðingu að kjósa okkar eigin leiðtoga til að breyta okkar eigin stjórnarskrá, í átt til batnaðar, en ekki sem skálkaskjól fyrir andlýðræðislegar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar.

Þetta er ólöglega kjörið þing sem naut einungis stuðnings lítils hluta þjóðarinnar jafnvel samkvæmt niðurstöðu þessa ólöglega gjörnings. Það var illa staðið að þessu og hið mesta fúsk og eins og gert til þess að hæðast að Íslensku þjóðinni. Ríkisstjórn sem ekki virðir lög og rétt er ekki hæf til að stíra siðmenntuðu þjóðfélagi og á betur heima í ofríki ættbálkakerfis einhvers staðar í frumskóginum. Hér er siðmenning, og réttlætisgyðjan er blind, og á að vera blind. Hún sér hvorki hægri né vinstri, svarta né hvíta, karl né konu, því hún er réttlát.

Flokkshundum fullum ofríkis ráðlegg ég að gerast bara talibanar. Þið eruð til háðungar bæði fyrir hönd góðra og gildra hugsjónamanna sócíalismans eins og Trostky og Olaf Palme, og John Stuart Mill myndi ekkert vilja hafa saman að sælda með hægriflokkshundum Íslands heldur. Þið eruð samskonar pakk og kominn tími til að þið stofnið ykkar eigin flokk: Flokk ofstækismanna, en ofstækismaður er hver sá sem dæmir skoðun eftir hvaðan hún kemur, en ekki hver hún er, orð eftir eiganda þeirra, og réttmæti gjörnings, svo sem þessa stjórnlagaþings, eftir því hvar hann er flokksbundinn eða foreldrar hans. Nýja Ísland hefur ekkert pláss fyrir ofstækismenn og ofríki. Gerið okkur þann greiða að flytja til Saudi Arabíu, hægri sem vinstri! Réttlætisgyðjan hirðir ekki frekar um rautt eða blátt en svart eða hvítt og MEGI JUSTITIA RÍKJA Á ÍSLANDI...því HÚN EIN ER OKKAR FJALLKONA!!!

Með löghlýðinni kveðju,

Heiðvirður vinstrimaður.

Í nafni Justitia (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband