Og enn græðir ríkissjóður !!

25,5%, eða rúmlega fjórðungur eldsneytisverðsins rennur beint í ríkiskassann. Þá er ótaldir þeir skattar aðrir sem ríkið setur á eldsneytið. Skattar sem hugsaðir voru og flestir settir á til að byggja upp og viðhalda vegakerfi landsins. Einungis örlítið brot af þessum sköttum og ekkert af virðisaukaskattinum fer þó til vegaframkvæmda, Þetta fer í hýtina, ríkisreksturinn.

Hvers vegna eiga þeir sem verða að fara allar sínar ferðir á bíl, að taka meiri þátt í ríkisbákninu en aðrir? Hvers vegna á það fólk að greiða meir svo ríkið getu haldið uppi ofvaxinni og tilgangslítili utanríkisþjónustu?

Þegar gengi krónunnar lækkar örlítið, verð eldsneytis erlendis hækkar örlítið, eða olíufélögin telji að gróði sinn sé ekki nægur, eru þau samstíga í að hækka eldsneytið hér. Sú hækkun margfaldast síðan vegna óraunhæfrar skattpíningar ríkisins á þessari vöru.

Sumir, sem eru utan raunveruleikans, halda því fram að bílaeign og rekstur bíls sé lúxus. Auðvitað vita allir hugsandi menn að svo er ekki. Á Íslandi er bílaeign nauðsyn, reyndar mismunandi eftir búsetu, en engu að síður nauðsyn. Þeir sem búa út á landi hafa ekki aðra kosti til að sækja vinnu, nauðsynjar og hjálp.

Því er þetta vissulega landsbyggðarskattur, sem haldið er vel við af ríkinu ásamt öðrum landsbyggðasköttum!

Verð eldsneytis á að ráðast af innkaupsverði, skynsamlegri álagningu og virðisaukaskatt á það. Aðrir skattar eiga ekki heima í eldsneyti. Virðisaukinn sem það gefur á síðan að renna óskiptur til þeirra verkefna er snýr að umferð og vegakerfi.

Það er ekki réttlátt að ein neysluvara skuli vera látin bera aukna skatta umfram aðrar. Ef ríkinu vantar fé til annara verkefna, t.d. utanríkisþjónustuna, á að leita tekna innan hennar!

Má kannski búast við að næst verði lagðir aukaskattar á fleiri neysluvörur, t.d. matvæli, svo enn frekar verði hægt að stækka ofvaxið ríkisbákn? Það kæmi vissulega ekki á óvart, með þessa skattpíningarstjórn við völd!!

 


mbl.is Enn hækkar eldsneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband