Merki um glæpi lánastofnana

Ekki er víst að þetta sé rétt niðurstaða, að kaup einnar hjólaskóflu sem veitir að vísu sennilega tveim mönnum fulla vinnu, sé merki um betri tíma.

Frekar að þetta sé merki um hversu illa verktakageirin sé farinn í vinnuvélaeign, að þetta sé merki um þá glæpi sem lánastofnanir hafa framið, þá glæpi að hirða vélar af mönnum með látum og senda þær samstundis úr landi, án þess að kaupendur hafi verið að þeim þar. Svo þegar verkefnin loks koma, eru ekki lengur til neinar frambærilegar vinnuvélar í landinu og verktakinn nauðbeygður til að kaupa sér nýjar vélar!

Þessa glæpi fengu þessi glæpafyrirtæki að stunda óáreitt og í skjóli stjórnvalda, þó lagalegar forsendur væru oft á tíðum verulega hæpnar! Nú munu þessir glæpir kosta þjóðarbúið meiri pening en þurft hefði. Þökk sé stjórnvöldum!!

 


mbl.is Hjólaskóflukaup til marks um betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki að ég sé að verja fjármögnunarfyrirtækin þá hefur alldrei selst svona stór hjólaskófla hér á landi þannið að þaug hafa lítið með þessa sölu að gera....

Elli (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband