Áttaviltir fréttamenn

Hvernig getur Húsafell verið 16 km suð SA af Langjökli? Húsafell er að sjálfsögðu VSV af Langjökli! Þetta veit hvert mannsbarn á Íslandi sem hefur gengið í barnaskóla, en það vefst þó fyrir fréttamanni!
mbl.is Jarðskjálftahrina milli jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki viss ég hvar Húsafell er staðsett. Gekk þó í barnaskóla. Núna veit ég hvar það er. Takk

hugleysingi (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jæja, það er bara svona. Eitthvað hefur landfræðikennslunni hrakað hin síðari ár!!

Gunnar Heiðarsson, 12.2.2011 kl. 13:48

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Á veðurstofuvefnum er sagt að skjálftarnir séu 16 km suðaustur af Húsafelli. Fréttamaðurinn hefur greinilega flaskað á því að Húsafell er þar með 16 km í norðvestur frá skjálftunum.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.2.2011 kl. 15:25

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Kannski er þarna komin ein sönnunin fyrir því að fréttamenn eta allt upp án þess að kanna grunn þess sem fjallað er um!

Með afbrigðum slæmt að taka upp það sem sagt er, án gagnrýni, til þess að vera "fyrstur með fréttirnar". Tilfellið er að sá áróður sem nú er í tísku er fólginn í því  að setja hlutina beint fram og láta fjölmiðla um rest.

Taka til sín þeir sem vilja.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.2.2011 kl. 16:38

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smáathugasemd:

„Staðir“ sem eru alltaf á sama stað þarf ekki að staðsetja. Þannig er út í hött að „staðsetja“ Húsafell. Hins vegar er rétt að staðsetja farartæki og aðra hluti sem ekki eru alltaf á sama stað sem og fólk eða dýr.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.2.2011 kl. 17:06

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hvað tákna þessir skjálftar í ljósi þess að hér er í gangi umbrotahrina tengd Eyjafjöllum, Vatnajökli og Kötlu?

Sigurður Haraldsson, 12.2.2011 kl. 18:16

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðjón Sigþór, það eru rök hjá þér að ekki þurfi að staðsetja "staði", þeir séu jú alltaf á sama stað. Það er ekki verið að staðsetja stað í fréttinni, ekki heldur hjá Veðurstofunni. Heldur er verið að staðsetja atburð, jarðskjálftavirkni. Þegar staðsetja þarf eitthvað sem ekki hefur fastan stað er oft leitað í mið af föstum "stöðum".

Það er hins vegar slæmt þegar fréttamenn nenna ekki að skoða fréttatilkynningar vel og taka upp á því að færa fasta "staði" til, jafnvel svo að eitt af vinsælustu sumarbústaðahverfum eru flutt á auðnirnar suður og austur af Langjökli.

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2011 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband