Dæmigertviðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið ?
7.2.2011 | 16:32
Enn hefur stjórnvöldum tekist að flækja málin.
Útgjöld einstaklings án húsnæðis og bifreiðar er frá 68.035 kr til 133.546 kr, allt eftir því hvaða nafni það nefnist!!
Fyrir það fyrsta. Hvers vegna að tala um framfærslu án húsnæðis og bifreiðar?
Við búum á Íslandi, veðurfar hér er með þeim hætti að erfitt eða útilokað er að búa undir berum himni. Að vísu væri hægt að búa sér til snjóhús núna, en það rignir væntanlega niður á morgun.
Þá eru vegalengdir töluverðar hér á landi. Sérstaklega hjá þeim sem búa utan Reykjavíkurhrepps. Því er vart hægt að gera ráð fyrir að menn gangi allar sínar ferðir. Það yrði stuttur stans hjá mér milli vakta, ef ég ætlaði að ganga til og frá vinnu, tæplega 70 km!
Í öðru lagi. Til hvers í andskotanum er verið að flækja þetta með þrennskonar nöfnum? Hvað er átt við með "skammtímaviðmið", er miðað við að menn geti lifað stutt á þeim kjörum? Kannski einn eða tvo mánuði? Bull og vitleysa!!
Að bera svona rugl á borð fyrir fólk og flækja það að auki með einhverjum orðaleik er öllum sem að þessu máli koma til skammar.
Það á bara að segja eins og er, neysluviðmið einstaklings ER 291.932 kr. Annað þurfum við ekki að vita og annað þurfa forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar ekki að vita!
Nú er upp á hana að sjá til þess að lágmarkslaun verði miðuð við þessa tölu!!
Samgöngur dýrari en húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:58 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er dæmigert fyrir Helferðarsjórn Jóhrannars Erkifífls.
Ekki segja sannleikann heldur ýgja að því að lygin sem fram er sett sé hið eina rétta.
Þetta hefur þvímiður verið gert áður í Þýskalandi 3.ja ríkisins og þá stóð fyrir þessu maður að nafni Hermann Göring.
Hann hlýtur að vera fyrirmynd Jóhrannars.
Óskar Guðmundsson, 7.2.2011 kl. 20:51
Húsnæði og bíll er ekki tekinn inn vegna þess að einsog ástandi er í dag er ógerlegt að áætla þann kostnað og er hann mjög misjafn meðal Íslendinga.
Svo er að sjálfsögðu eðlilegt að miða við þrennskonar stærðir því annars er svo auðvelt a hrekja þessar tölur og SA getur sagt "þið getið sparað við ykkur þetta og hitt"... nú erum við með gunnviðmið sem hægt er að fara eftir.
Og svo ef við skoðum hagsögu Íslands þá er ekki hægt að hækka lágmarkslaun svona mikið því verðbólgan fer af stað. Fólk fær vissulega hærri krónutölu en getur ekki keypt eins mikið fyrir hana.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2011 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.