Hverjir græða á betri launakjörum ?

Auðvitað vill enginn fara í verkfall. Það er neyðarúrræði sem ekki er gripið til fyrr en allt annað hefur verið reynt. Í raun eru einungis tvær ástæður til verkfalls. Sú fyrri ef ekki er vilji til viðræðna og sú síðari ef viðræður fara í strand.

Það er hvorki nýtt né merkilegt að heyra forsvarsmenn SA halda fram þeirri bábilju að kröfur séu óraunhæfar og stofni þjóðarbúinu í voða, en að heyra forsvarsmenn ASÍ og sumra stéttarfélaga taka undir þetta, er hins vegar stór undarlegt.

Það er stór undarlegt að talsmenn innan verkalýðshreyfinarinnar skuli vera sammála því að sá hagnaður sem mörg fyrirtæki hafa fengið að undanförnu, þó sérstaklega nú í kjölfar bankahrunsins, skuli vera betur settur í vasa eigenda fyrirtækjanna en vasa launafólks.

Skoðum aðeins hverjir það eru sem græða á því að launafólkið fái hlut í þessum hagnaði.

1. Fyrirtækin græða. Þau fyrirtæki sem greiða hærri laun er vinsælli vinnustaðir, því eiga þau fyrirtæki auðveldara með að fá gott starfsfólk. Hæft og ánægt starfsfólk skilar betri vinnu og eykur arðsem fyrirtækisins!

2. Ríkið græðir. Hærri laun eykur tekjur ríkissjóðs. Yfir 40% af hugsanlegum launahækkunum fer beint og milliliðalaust beint í ríkiskassan. Auk þess má gera ráð fyrir að neysla þessa fólks aukist og af henni fær ríkið góðan skerf í formi virðisauka, tolla og allra þeirra gjalda sem stjórnvöld hafa verið svo dugleg að leggja á allt og alla.

3. Bankarnir græða. Hærri laun, jafnvel þó það sé einungis hjá hluta launafólks, gerir því fólki auðveldara með að standa við sínar skuldbindingar. Með því treystist grunnur bankakerfisins sem er nú nánast hruninn.

4. Launþeginn græðir. Það er þó minnst sem endar í vasa hanns þegar upp er staðið, en þó eitthvað. Hugsanlega nóg til að leggja örlítið fyrir í sjóð til að eiga þegar næsta kreppa skellur á okkur!

Allir græða eitthvað á launahækkunum, þó má segja að atvinnurekendur græði mest og ríkið komi næst þar á eftir.

Að leyfa því launafólki að sækja betri kjör til þeirra fyrirtækja sem getu hafa til að veita slíkt, ætti ekki að vera eitthvað tabú, það ætti að vera sjálfsagt mál. Að forusta verkafólks skuli standa gegn slíku er auðvitað út í hött og lýsir best þeirri vitfyrring sem komin er upp innan verklýðshreyfingarinnar.

Því er skelfilegt að það skuli vera komin upp sú staða nú að verkfallsboðanir skuli vera í fréttum. Hellsta ástæða þess er þó sú að ASÍ og SA hafa bundist samtökum um að enginn skuli fá meiri hækkun sinna kjara en sem nemur því er þau fyrirtæki geta greitt er verst standa í dag.

Þessi stefna er skelfileg og launafóki misbýður slík framkoma, sérstaklega af hálfu þeirra sem eiga að standa vörð þeirra.

Ég sagði í upphafi að verkfall væri neyðarúrræði. Það er það vissulega, en forsvarsmenn SA skulu ekki láta sig detta í hug annað en að því verður beitt ef á þarf að halda. Þetta er eina vopn launafólks og það verður notað!

Því er það algerlega undir SA komið hvort hér verða verkföll eða ekki. Atvinnurekendur skulu snúa sér til eigin samtaka ef þeir vilja komast hjá verkföllum!! Sökin mun liggja þar!!

 

 


mbl.is Vilja sátt frekar en verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njáll (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband