Á leið til glötunar.
28.1.2011 | 06:15
Meðan fjármálaráðherra hreykir sér og segir að nú sé viðsnúningur í hagkerfinu, fara æ fleiri fyrirtæki á hausinn. Það er undarlegur viðsnúningur!
Það eru fyrirtækin sem mynda tekjurnar fyrir þjóðarbúið. Samt sér fjármálaráðherra þann eina kost að auka skattlagningu á þau, jafnvel þó hvert árið af öðru sé slegin ný met í fjölda fyrirtækja sem fara yfirum.
Með sama áframhaldi verður búið að útrýma öllum einkafyrirtækjum innan skamms tíma. Þá getur fjármálaráðherra farið að byggja upp ríkisrekin fyrirtæki.
Þau sem enn verða lifandi og í eigu einkaaðila verða þá bara þjóðnýtt. Hann er þá endanlega kominn á bekk með vinum sínum og skoðanabræðrum, Kastró, Chavez og Kim.
978 fyrirtæki gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.