Mistök Vilhjálms Egilssonar.

Vilhjálmur Egilson gerði þau afdrifaríku mistök að ýta frá sér sínum mesta og besta vin og fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar, Gylfa Arnbjörnsyni. Með þann mann sér við hlið, gat Vilhjálmur náð langt í að kúga launafólkið. En hann áttaði sig ekki á mikilvægi þessa vinskapar og ákvað að slíta honum.

Nú situr Vilhjálmur uppi með þá stöðu að þurfa að ræða við launafólkið sjálft, án hjálpar vinar síns Gylfa. Þetta leiðir til þess að erfiðara verður fyrir hann að koma sínum hugðarefnum að, ef ekki útilokað.

Launafólk mun ekki láta kúga sig, það mun ekki láta Vilhjálm Egilson segja sér hvenar eigi að semja og um hvað, eins og vinur hans var þó tilbúinn að gera.

Ef Vilhjálmur Egilsson neitar að tala við launafólk ætti hann að vita hvaða afleiðingar það hefur, hann mun þá standa að verkföllum og bera alla ábyrgð á þeim!

Það er magnað að Samtök Atvinnulífsins skuli vera með mann í forsvari fyrir sig sem ekki virðist hafa meiri og betri skilning á því út á hvað samningar ganga.

Það er magnað að Samtök Atvinnulífsins skuli vera með mann í forsvari fyrir sig sem ætlar að stofna til verkfalla og stöðva fyrirtækin.

Stjórn SA er þó vorkun, þann tíma sem Vilhjálmur Egilson hefur verið í forsvari fyrir þá, hefur hann verið í nánu vinarsambandi við forseta ASÍ og með þeim vinskap hefur honum tekist að halda launafólki niðri og staðið gegn allri eðlilegri kjaraþróun. Með því að slíta þessum vinskap færði hann launafólki sjálfu vopnin í hendur og ekki víst að vinur hans fái þau aftur. Það eru breyttir tímar runnir upp.

Það er vonandi að Vilhjálmur Egilsson átti sig fljótlega á þeirri staðreynd að hann verði að tala við launafólkið og gera við það samninga. Ef ekki mun illa fara.

Verkföll eru öllum til skaða, en þetta er eina vopn launþega. Því verður ekki beitt nema af neyð, en því verður þó hiklaust beitt ef á þarf að halda. Vilhhjálmur Egilson skyldi ekki halda annað! Ef svo fer er ábyrgðin öll hans!!

 


mbl.is Almennir launamenn í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er Ríkisstjórnin sem segir að Ríkiskassi sé tómur og ekkert þangað að sækja....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.1.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ríkiskassi og ríkissjóður kemur kjaraviðræðum ekkert við FYRR EN allt er komið í strand í viðræðum. Að allt hafi verið reynt sem hægt er fyrst. Þá er hugsanlegt að stjórnvöld komi að til að liðka fyrir.

Nú ber svo við að fyrst er leitað til stjórnvald, áður en hinir réttu aðilar kjarasamnings hafa sest niður til að reyna að komast að samkomulagi.

Við skulum heldur ekki gleima þeirri staðreynd að allt sem stjórnvöld leggja til kjarasamninga er tál, það er ekki fast í hendi!

Þetta sjáum við best nú, þegar stjórnvöld hamast við að skerða hinar ýmsu bætur til fólks. Þessar bætur hafa flestar eða allar komið til í tengslum við kjarasamninga á undanförnum árum og áratugum! Nú eru þær teknar til baka með einu pennastriki!!

Kjaradeilur eru milli launþega og atvinnurekenda. Þessir aðilar EIGA að leysa það mál sín í milli, án afskipta þriðja aðila!!

Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband