Viðskiptalegar forsendur

Íslandspóstur telur ekki "viðskiptalegar forsendur" fyrir því að halda pósthús á Hvammstanga.

Eru yfirleit "viðskiptalegar forsendur" fyrir póstdreyfingu um landið? Væri ekki bara best að hafa eitt pósthús í 101 Reykjavík og allir landsmenn gætu bara sótt sinn póst þangað.

Það er ljóst að ekki eru "viðskiptalegar forsendur" fyrir landsbyggðafólk að láta Íslandspóst sjá um póstdreifingu. Þetta fyrirtæki virðist algerlega hafa gleymt þeirri staðreynd að póstdreifing er þjónusta, ekki viðskiptatækifæri! Póstþjónusta við landsbyggðarfólk er jafn þörf ef ekki þarfari en fyrir Reykvíkinga!!

Íslandspóstur hefur af "viðskiptalegum forsendum" fengið að grisja póstafgreiðslur um landið að eigin höfði, auk þess sem þetta fyrirtæki hefur fengið að þurka út af landkortinu sveitabæji um landið á þeirri forsendu að þeir séu "utan byggðar"!!

Það er vissulega kominn sá tími að rétt er að kanna hvort ekki sé rétt að taka þetta verkefni af Íslandspósti og fela öðrum!!

 


mbl.is Vill loka pósthúsi á Hofsósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Húrra!

Orð í tíma töluð og þó löngu fyrr hefði verið. Þetta er gjörsamlega óþolandi og kominn tími til að þeir átti sig á því að það labbar enginn í rólegheitunum í næsta eða jafnvel þarnæsta byggðarlag til að sækja póstinn sinn.

Hver er ábyrgur ef áríðandi póstsendingar berast of seint, Pósturinn ? O sei, sei nei þeir myndu koma sér undan allri ábyrgð.

Endurtek, þetta er óþolandi! Er ekkert lát á spillingu upp í opið geðið á landsmönnum?

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.1.2011 kl. 19:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Í minni færslu var þetta á Hofsósi!

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 19:54

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það skiptir engu máli Björn minn, þeir saxa hægt og rólega á þetta allt, ef þeir verða ekki stoppaðir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.1.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrirgefði Björn, auðvitað er verið að tala um Hofsós í þetta sinn. Það er spurning hvort þessi ritvilla hjá mér sé einhver fyrirboði, að næsta fórnarlamb Íslandspósts sé Hvammstangi?

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 20:47

5 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, ekki óliklegt! Annars góð færsla, næstum jafn góð og mín um þetta sama mál!

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 20:50

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Voru ekki einhverjar hvaðir í sambandi við þjónustuna. Við HF,væðinguna? Mig minnir að ég hafi heyrt það, en það kann að vera misminni:

Eyjólfur G Svavarsson, 28.1.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband