Bar af í umræðunni
25.1.2011 | 21:17
Sigmundur Davíð bar af öðrum ræðumönnum í umræðunni um niðurstöðu hæstaréttar. Hann var ekki með neitt skítkast eða dylgjur, eins og sumir stjórnarþingmenn og ráðherrar. Hann var ekki með ásakanir á framkvæmdavaldið eins og sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar. Hann kom ekki fram með þá réttmætu kröfu að stjórnin segði af sér, eins og sumir ræðumenn ýjuðu að.
Nei, Sigmundur Davíð sagði að þingið ætti að líta í eigin barm. Að þingið ætti að skoða hvort það væri ekki komið á villigötur. Að þinginu skorti kjark til að skoða málin út frá staðreyndum í stað ímyndaðra vinsælda og ótta. Hann sagði að þingið þyrfti að taka sig á!
Það var mikill munur á ræðu Sigmundar Davíðs og þeim sem á eftir honum kom í ræðustól! Sú persóna var þingi og þjóð til háborinnar skammar með taugveiklislegum upphrópunum og uppnefnum sinna pólitísku andstæðinga. Ekki vottaði fyrir neinni skynsemi af hálfu þeirrar persónu. Það skelfilegasta er þó að sú persóna er forsætisráðherra þjóðarinnar!
Lætur þingið stjórnast af ótta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér,hef fyrir löngu tekið eftir þvi,hvað hann talar alltaf skýrt og skilmerkilega. Varð því ekki lítið hissa, þegar einn af ungu mönnunum í fjölskyldu minni hafð orð á þessu fyrir ári.Þess vegna tek ég ekki undir það, að vegna þess að gamlir foringjar Framsóknar voru mistækir,eigi næsta kynslóð að vera sífellt minnt á það.Man ekki eftir að Sigmundur stundi slíka pólitík.
Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2011 kl. 23:15
Framsóknarflokkur á sína drauga eins og allir aðrir flokkar. Ef sífellt á að draga þessa drauga fram, þegar nýjir menn tjá sig, munum við hjakka í sama farinu áfram.
Forsenda þess að við getum byggt upp nýtt samfélag er að við hættum að velta okkur upp úr draugum fortíðar og fara að horfa fram á veginn. Enn er þó eftir að taka örlítið til í hópi þingmanna, enn eru þar nokkrir fortíðardraugar sem koma þarf úr salnum.
Gunnar Heiðarsson, 25.1.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.