Andlát VG
18.1.2011 | 10:19
Nú sér loks fyrir endann á löngu og erfiðu dauðastríði VG, sem hófst vorið 1999 og virðist vera að ljúka loksins núna.
Steingrímur Jóhann, einn aðalhvatamaður að stofnun VG og formaður hans frá upphafi, hefur nú gengið af flokk sínum dauðum. Þetta gerði hann í valdasýki og heift gegn því sem hann kallar auðvaldssinna og hrunverja. Hann fórnaði einu af stæðstu baráttumálinu sem hann og flokksfélagar hanns höfðu komið sér saman um að berjast fyrir, til að þóknast eina stjórnmálaaflin í landinu sem gæti komið honum í ráðherrastól, Samfylkingunni. Þegar sú stjórn hafði verið mynduð er kallaði sig "tæra vinstristjórn" og Steingrímur hafði fengið sinn stól, var því sem eftir var af þeim gildum sem flokkur hanns gaf sig fyrir að verja, fórnað einnig.
Þessi stjórn hefur starfað í nærri tvö ár og á þeim tíma hefur stjórnarfarið verið fólgið í því hellst að láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. Ekkert verið gert til að koma hjólum þjóðfélagsins í gang. Skattahækkanir, niðurskurður og eins mikil höft á atvinnulífið sem frekast er, hefur einkennt þesa stjórn.
VG var stofnað 6. febrúar 1999. Því má segja með sanni að Steingrímur hafi gefið flokk sínum frekar súra afmælisgjöf á tíu ára afmæli flokksins. Svik og niðurlæging var það sem þessi stofnandi flokksins gaf honum. Þetta klauf flokkinn og hefur hann verið klofinn frá stjórnarmyndun, vorið 2009.
Nú er sú staða komin upp að annar armurinn, sá sem vill fylgja stefnu flokksins, virðist vera að draga sig út úr honum. Formaður VG í Kópavogi hefur sagt skilið við flokkinn, nánast enginn mætir á almenna fundi sem haldnir eru nú um allt land og ekki dregur úr deilum milli þingmanna flokksins, þvert á móti. Eftir stendur Steingrímur Jóhann með örfáa fylgismenn, þá sem eru tilbúnir að fórna ærunni fyrir hann og engann stjórnmálaflokk.
VG verður ekki bjargað úr þessu. Sú ákvörðun flokksforustunnar að gefa eftir sín baráttumál til að komast í stjórn, rak fleig í þennan flokk. Hvernig forustan hefur síðan haldið á málum hefur rekið þennan fleig enn dýpra, svo vart verður til baka snúið. Nú síðustu vikur hefur þó gengið um þvefbak. Formaðurinn og hirð hans hafa hamrað enn frekar á fleignum, í stað þess að vinna að sáttum innan flokksins. Nú er svo komið að þessi fleigur er kominn til botns í VG, einungis er að sjá hvenar hlutarnir tveir falla frá hvor öðrum.
Vissulega geta dauðateygjur VG dregist eitthvað enn, en lokin verða ekki um flúin.
Átök í VG ekki í rénun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með því betra sem ég hef lesið og eigi Gunnarsstaða-Móri til nokkuð sem heitir sjálfsvirðing er hann heldur betur búinn að vinna landi og þjóð eins mikið tjón og hann mögulega getur, þá ætti hann að sjá sóma sinn í að "sprengja" þessa ríkisstjórn í loft upp til þess að reyna að koma í veg fyrir meira tjón af hennar völdum...............
Jóhann Elíasson, 18.1.2011 kl. 11:44
Ég held að ykkur verði ekki af ósk ykkar og það eigi eftir að koma til einingar innan VG. Ég treysti engum öðrum til að taka til eftir hægri menn og þeirra sukk í 18 ár en einmitt Steingrími.Menn eru fljótir að gleyma því hvers konar ástand var þegar tekið var við stjórnartaumum eftir átján ára sukk og svínarí þar sem enn eru að koma fram hvernig bæði stjórnmálamenn til ríkis og svetia höguðu sér.Það er mikil óskhyggja hjá hægri mönnum að þessi stjórn spryngi nei ég vona svo sannarlega að þessi stjórn klári hreinsun og nýja uppbyggingu út kjörtímabilið.
Guðmundur Joelsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:49
Þú segir nokkuð, Guðmundur. En verst er að Steingrímur virðist vinna að því öllum árum að Gamla Ísland sem hrundi verði endurreist að svo miklu leyti sem það verður hægt.
Jóhannes Ragnarsson, 18.1.2011 kl. 17:49
Góður pistill hjá þér Gunnar.
Guðmundur þú misskilur eitthvað ef þú heldur að það sé eitthvað verið að taka til. Tálsýn margra var að VG væri eitthvað minna spilltur en hinir flokkarnir. En það byggðist á því að VG höfðu aldrei verið í aðstöðu til að hygla sínum. Þeir voru ekki lengi búnir að vera við völd þegar kom í ljós að þeir eru ekki skárri en hinir. Pukrið og leyndarhyggjan nær nýjum hæðum svo ekki sé minnst á vinaráðningarnar. Óli á enn Samskip. Bjössi á WC en enginn má vita hver á bankana og svo mætti lengi telja.
Hreinn Sigurðsson, 18.1.2011 kl. 18:46
Mikið til í þessu. Einnig sammála Jóhannesi.
Eva Sól (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:09
Íhaldsmenn vilja greinilega gjarnan gefa út dánarvottorð andstæðinga sinna! Sjálfir eru þeir nánast ráðþrota og sundraðir, forystan ráðalaus og reikul, njörfuð spillingu, undirförli og braski.
VG er lýðræðisflokkur sem á eftir að komast yfir þessi bernskubrek. Sjónarmiðin og hugsjónirnar sem VG byggir á mun eiga eftir að þjappa hjörðinni betur saman þegar fram líða stundir. Er ekki sagt að kötturinn eigi sér níu líf?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2011 kl. 00:25
Menn geta afneitað staðreyndum Guðjón Sigþór, en þær verða þó ekki um flúnar. Ef einhvet brot af VG mun lifa undir því nafni, verður það stjórnmálaafl algerlega án fylgis kjósenda, hugsanlega kæmu það einum manni á þing en alls ekki fleirum.
Sá skaði sem forusta flokksins hefur valdið, hefur orðið til þess að VG mun aldrei verða samur aftur. Það er gott að kenna íhaldsmönnum um þessar ófarir, enda virðast stjórnarflokkarnir ekki kunna margt annað. Þó íhaldið sé í stjórnarandstöðu, eru allar ófarir stjórnarinnar íhaldinu að kenna og nú er einnig íhaldinu að kenna að VG er falinn.
Þú segir að kötturinn hafi níu líf. Mikið rétt, en kattarflokkurinn VG hefur notað þau öll.
Þú segir einig að sjónarmið og hugsjónir þær sem VG byggir á muni þjappa hjörðinni betur saman. Auðvitað munu alltaf verða til vinstri menn í stjórnmálum, fólk sem sér heiminn í bleiku, en það er enginn hjörð orðin eftir í VG lengur til að þjappa saman. Sú hjörð hefur yfirgefið flokkinn.
VG er fallinn flokkur, um það verður vart deilt. Hvað fyrrverandi fylgismenn þess flokks gera er allt annað mál. Hugsanlega verður stofnaður nýr vinsti flokkur, þar sem þeim sem sundruðu VG verður algerlega meinaður aðgangur. Þeir geta gengið í Samfylkinguna, þar sem þeir eiga heima. Alla vega er ekki pláss fyrir tvo vinstriflokka á Íslandi. Það eru einfaldlega ekki nógu margir kjósendur til sem aðhyllast þá stefnu.
Það er vissulega erfitt fyrir það fólk sem hafði álit á Steingrími að viðurkenna þetta, en staðreyndir verða ekki um flúnar.
Gunnar Heiðarsson, 19.1.2011 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.