Lygar á lygar ofan

Það er ekki eitt, heldur allt, sem þessi óhæfu stjórn lýgur að okkur.

Allt sem fram hefur komið frá stjórnvöldum um icesave 1,2 og 3 hafa verið lygar, ekki eitt orð hefur staðist. 

Formenn stjórnarflokkanna haldið því nú fram að kostnaður við icesave verði um 50 - 60 miljarðar.

Í úttekt GAM management kemur þó fram að miðað við efnahagsforsemdur stjórnvalda og góðar heimtur eigna Landsbankans erlendis, verði þessi kosnaður þó um 87 miljarðar. Menn leika stundum þann leik að nota mismunandi forsendur fyrir sínum útreikningum til að fá þóknanlega niðurstöðu. Eitt skýrasta dæmið eru gömlu bankarnir, en þeir hrundu. Þessi aðferð er þó alls ekki við hæfi ríkisstjórna, það leiðir til sömu niðurstöðu, hruns.

Í þessari sömu úttekt kemur fram að við bestu hugsanlegu aðstæður verði kostnaðurinn 25 miljarðar en geti farið upp í 250 miljarða. Auðvitað getur kostnaðurinn aldrei orðið 25 miljarðar, einfaldlega vegna þess að fyrsta greiðsla, samkvæmt samningnum og á að fara fram að lokinni undirskrift, er hærri en þetta og önnur greiðsla, sem á að fara fram að ári loknu, er yfir 10 miljarðar! Hvort hámarkið sé 230 miljarðar er spurning. 230 miljarðar eru langt yfir greiðslugetu okkar, svo litlu máli skiptir þó hámarkið væri hærra.

Þegar þingmenn greiða atkvæði um þennan samning verða þeir að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir eru tilbúnir að binda þjóðina í höft til ársins 2046, eða jafnvel setja ríkissjóð í greiðsluþrot! Það er algert ábyrgðarleysi að gera ráð fyrir að allt gangi upp, það gerir það sjaldnast. Auk þess sem stjórnvöld virðast ekki með nokkru móti getað látið neinar áætlanir standast hjá sér, er megin þungi þessa samnings þó háður endurheimtu eigna gamla Landsbankans erlendis. Miklar blikur eru á lofti í Evrópu og ekki nein leið að átta sig á hvernig þau mál enda. Það þarf ekki mikið útaf að bera þar til að verðmæti bankans verði að litlu. Því verða þingmenn að gera ráð fyrir því versta, annað er ábyrgðarleysi!

Þingmenn verða einnig að spyrja sig þeirrar spurningar hvort rétt sé að gangast að kröfu sem nánast allir fræðingar, sérstaklega erlendir, telja ekki vera byggða á lögum. Hvort Ísland eigi að taka upp þá stefnu að í krafti stærðar geti aðrar þjóðir kúgað okkur. Eða hvort við ætlum að hafa okkar samskipti við aðrar þjóðir samkvæmt alþjóða samnigum og lögum.

Ef þingmenn bregðast þjóðinni í þessu máli er vonandi að forsetinn vísi því til þjóðarinnar. Það er þjóðin sem þarf að borga og það er þjóðin sem á að eiga síðasta orðið!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband