Skrípaleikurinn að hefjast !
13.1.2011 | 07:05
Það hlýtur að eiga dæma manninn út frá þeim gögnum sem þingið hafði til grundvallar ákærunni. Þingmenn hljóta að hafa haft eitthvað í höndunum þegar þeir samþykkti að kalla saman landsdóm! Eða var þetta kannski bara huglægt mat hjá þeim?
Það vantar ekki fjármagnið þegar um hugðarefni forustumanna stjórnarflokkana er að ræða. ESB aðlögun, stjórnlagaþing, icesave, landsdómur og ýmis minni verkefni sem öll hafa það sammerkt að kosta okkur stórar fjárhæðir. Allt verkefni sem hefðu hæglega getað beðið betri tíma og sum þeirra algerlega óþörf. Öll þessi verkefni eru fjármögnuð af lánum frá AGS, með tilheyrandi vöxtum.
Á meðan sveltur þjóðin og verður að taka á sig auknar skattbyrgðir.
Ég hef eingar forsendur til að segja til um hvort draga eigi fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm, annað en brjóstvitið og það segir mér að svo sé ekki. Aðrar forsendur hef ég ekki, hef hvorki séð þau gögn sem þingið hafði til grundvallar sinni ákvörðun, né þau gögn sem saksóknari landsdóms hefur verið að draga upp úr hatti sínum. Alla vega er ekkert í hrunskýrslunni sem segir að Geir sé sekari en t.d. Ingibjög Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir né nokkur annar ráðherra eða þingmaður sem sat á þingi í undanfara hrunsins.
Eini ráðherrann sem hugsanlega gæti verið saklaus af hruninu er Össur Skarphéðinsson, en af eigin sögn og því sem kemur fram í hrunskýrslunni, þá hefur hann "ekki hundsvit á fjármálum". Það leiðir hins vegar hugann að því hvers vegna hann skuli vera ráðherra nú.
Dæmt verður í Þjóðmenningarhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki hægt að kippa Össuri bara fyrir dóminn líka, fyrir að villa svo freklega á sér heimildir að hann státar af ráðherratitli, án þess að hafa hundsvit á fjármálum. Það má líka, til að sýna smá sanngirni, draga eins og einn úr samfylkingunni fyrir dóminn og Össur er greinilega góður fulltrúi í það verkefni, enda heyrir maður aldrei af honum nema að hann sé í einhv. óttalegu klúðri.
Ég hef aldrei gerað skilið hvernig þingmenn gátu sýnt sig á almannafæri, kinnroðalaust, eftir að hafa plokkað Geir, aleinan, út úr meintu úrvali kandidata , til að láta hann taka á sig sökina. Þarna féll öll mín tiltrú á þessa blessuðu, svokölluðu stjórn sem við sitjum uppi með - illu heilli.
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.1.2011 kl. 08:00
Ég tek heilshugar undir með ykkur.
Axel Guðmundsson, 13.1.2011 kl. 08:05
Sammála þér Beggó. Skil ekki að fólkið skuli gangi ekki ganga með hauspoka! Ömurlegt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.1.2011 kl. 08:09
Þetta eru bara þeirra vinnubrögð eins og alltaf! Lygar undirferli og feluleikur. Það er ekki hægt að benda á neitt sem skiptir máli, sem gert er á heiðarlegan hátt hjá þessu liði. Eða getur einhver bent á það!
Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.