ESB pissar í skóinn sinn!!
12.1.2011 | 09:20
Að hækka eftirlaunaaldur þar sem viðvarandi atvinnuleysi er allt að 10% og í sumum tilfellum meira, er eins og að pissa í skó sinn.
Þarna er verið að auka atvinnuleysi enn meira. Við hvert ár sem eftirlaunaaldur er hækkaður bætist eitt ár atvinnulausra við, í flestum tilfellum ungt fólk.
Hvernig framkvæmdastjórnin kemst að því að hækkun eftirlaunaaldurs muni stuðla að viðreisn efnahagsins er ekki gott að sjá, frekar en annað sem frá þeim bæ kemur.
Frekar ætti að lækka eftirlaunaaldurinn og fækka því unga fólki sem er á atvinnuleysisbótum. Slík aðgerð gæti hugsanlega stuðlað að viðreisn efnahags Evrópu!!
![]() |
ESB sagt mæla með hærri eftirlaunaaldri og frekari niðurskurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"
Frekar ætti að lækka eftirlaunaaldurinn og fækka því unga fólki sem er á atvinnuleysisbótum. Slík aðgerð gæti hugsanlega stuðlað að viðreisn efnahags Evrópu!!
"
Kanntu annan?
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2011 kl. 09:39
Þ,S,H og H, þér kann að fynnast þetta fyndið, ekki mér.
Þegar ákveðinn fjöldi starfa er í boði gefur auga leið að með því að hækka eftirlaunaaldur munu þau störf sem annars losnuðu og færi til þeirra sem eru atvinnulausir, ekki losna. Á hverju ári bætist við einn árgangur af fólki inn á vinnumarkaðinn. Þetta er því augljóst þeim sem hugsa.
Varðandi það að lækkun eftirlaunaaldurs gæti hugsanlega stuðlað að viðreisn efnahags, þá er ljóst að ungt fólk sem hefur atvinnu og tekjur, er líklegra til að nota þá peninga til neyslu, en gamalt fólk sem er að enda sína starfsæfi. Ég segi hugsanlegt því ekkert er öruggt. Aukin neysla hjálpar til við að bæta efnahag. Þetta er kannski of flókið fyrir þig að skilja!
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 10:15
Í sumum löndum Evrópu fer fólk á eftirlaun í kringum 60 ára og það er aðallega verið að tala um að hækka aldurinn í þeim löndum.
Á íslandi fer fólk á eftirlaun um 70 ára þannig að þetta myndi ekki skipta nokkru einasta máli fyrir okkur. Spurning um að lækka aldurinn hér til að rýmka fyrir ungafólkinu.
G (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:39
Í Evrópu er mismunandi eftirlaunaaldur, frá 60 ára til 68 ára. Hér á landi er miðað við 67 ára aldur, en þó í sumum tilfellum hægt að komast á eftirlaun við 65 ára aldur. Hérna hafa sumir hópar í þjóðfélaginu leyfi til að vinna þar til þeir hafa náð 70 ára aldri, en það er þó háð samkomulagi milli atvinnurekandans og launþegans, hverju sinni.
Við þurfum ekki að fara eftir þessum "óskum" framkvæmdastjórnarinnar. Ekki vegna þess að eftirlaunaaldurinn er hærri hér en í flestum ríkjum Evrópu, heldur vegna þess að við erum blessunarlega ekki í ESB.
Það var reyndar ekki um þetta sem ég var að skrifa.
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 14:01
Gunnar.
Ég skil alveg hvert þú ert að fara en.....
Það er engin lausn að henda gamla fólkinu af markaðinum til þess að rýma fyrir unga fólkinu... og kalla það að bæta efnahaginn.
Hvert á gamla fólkið að fara?? Jú á jötuna hjá hinu opinbera.
Gamla fólkið fjárfestir en unga fólkið eru að neyta vörur.... bæði er gott fyrir hagkerfið ef útí það er farið.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2011 kl. 16:13
Ef þetta væri svona mikil lausn væri þa ekki best að henda öllum þeim sem eru 50ára og eldri á ellilífeyri og útrýma atvinnuleysi í ESB?
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2011 kl. 16:14
Því miður myndi það engan veginn duga til að útrýma atvinnuleysinu í ESB þó eftirlaunaaldur væri færður niður í 50 ára markið, en það myndi vissulega minnka nokkuð.
Þú segir að gamla fólkið fari á jötuna, það er vissulega rétt að einhverjir færu þangað en flestir eiga lífeyrisréttindi. Ungafólkið er hins vegar þegar á jötunni, að fullu. Auk þess eru ýmis vandamál sem skapast af atvinnuleysi sem eiga það sameiginlegt að allur kostnaður við þau lenda á ríkinu.
Þér finnst greinilega ekkert að því þó fólk undir þrítugu búi við allt að 30% atvinnuleysi, en það er sú staðreynd sem ESB löndin búa við. En þér finnst skelfilegt að ekki skuli vera hægt að láta það fólk sem hefur skilað fullri starfsævi bæta einu ári við hana.
Þetta er vægast sagt undarlegur hugsanaháttur!!
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 16:40
Mér finnst alveg merkilegt hvernig morgunblaðið nær að grafa upp neikvæðar fréttir um ESB og bloggarar nærast á þeim og snúa þeim upp í hatur á ESB og álykta að svona hljóti þetta að verða á íslandi ef við myndum ganga þarna inn. Það væri nær að þú myndir kynna þér hvernig ástandið er í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Það eru þau lönd sem standa okkur næst menningarlega og samfélagslega. Við getum dregið þá ályktun að með því að ganga þarna inn yrði ástandið á íslandi svipað og það er á hinum norðurlöndunum en ekki eins og það er á Spáni eða Portúgal.
GGG (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 18:20
Ándstaða mín gegn inngöngu í ESB er dýpri en svo að einhver blaðsnepill hafi áhrif þar um, hverju nafni sem hann nefnist. Moggginn er eina blaðið sem reynir að fjalla um þetta mál á réttum grunni en er þó allt of slappur.
Ástæða andstöðu minnar gegn ESB er einmitt vegna þeirra upplýsinga sem ég fæ frá þessum frændþjóðum okkar, sem þegar hafa látið blekkjast. Ástandið sem nú herjar á ESB er eingöngu staðfesting þess sem óhjákvæmilega hlaut að koma.
Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti Evrópu sem slíkri og tel að við eigum að rækta okkar sambönd þar og leitast sem mest eftir samstarfi við þær þjóðir sem Evrópu byggja, en á grundvelli okkar sjálfstæðis. Þetta hefur okkur tekist ágætlega hingað til.
Þegar kastast hefur í kekki, höfum við getað leyst þau vandamál, einmitt vegna sjálfstæðis okkar. ESB mun ekki gera neitt betra fyrir okkur!!
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 21:13
Í gærkvöldi var þátturinn Návígi í umsjá Þórhalls Gunnarssonar,og viðmælandin var Alfreð Gíslason handboltaþjálfari í Þýskalandi.Þetta var mjög athyglisvert viðtal,Alfreð mælti á móti því að við gengjum inní þettað ESB-veldi,þvi þangað höfðu Íslendingar ekkert að gera.Skora á fólk að fara á RÚV vefin og sjá þetta viðtal.
Númi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 22:01
Já... flott víst að handboltaþjálfari segjir það þá er það heilargur sannleikur.
En það er nú gott að Gunnar er ekki á móti evrópu. Þitt mat er þannig að þér finnst Ísland betur borgið fyrir utan sem er gott mál.
En eina sem ég var að segja að lækka ellilífeyrisaldur leysir engann vanda og er ekki til þess fallir að auka hagvöxt eða koma efnahaginum af stað.
Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2011 kl. 00:00
Andstaðan á íslandi við EU sýnir einfaldlega hversu rotið þjóðfélag þetta er.
Addi (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.