Enn allt við það sama innan VG
11.1.2011 | 08:07
Að sjálf sögðu fékkst engin niðurstaða, hún getur einungis verið á einn veg. Þetta vita allir.
Árni Þór gleðst yfir því að ekki hafi komið til umræðu sú afsökunarbeiðni sem hann var krafinn um. Hvers vegna ætti hún að hafa komið til umræðu? Beiðnin var lögð fram opinberlega og það er hans að svara. Það þarf ekkert að ræða það mál frekar. Ef hann ekki biðst afsökunar opinberlega, eins og virðist ætla að vera raunin, er hann að segja að enginn sáttavilji sé af hans hálfu. Svo einfalt er það!!
Sú fundaherferð sem framundan er hjá VG, mun leiða í ljós að það er ekki "órólega deildin" sem á að yfirgefa flokkinn, heldur forustan og hennar fylgifiskar. Þessi fundarherferð mun láta forustuna vita af því að hún hefur farið langt yfir strikið í samstarfinu, eða öllu heldur undirgefninni, við Samfylkinguna. Að forustan hafi ekki haft neitt leifi til að svíkja öll kosningaloforð og ganga gegn helstu stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs!!
Þó Steingrímur J geti talað suma sína þingmenn til hlýðni, er honum ofviða að róa kjósendur sína. Steingrími Jóhanni Sigfússyni og hans hvolpum, verður gert ljóst að þeir hafi aðeins tvo kosti, að fara að vilja kjósenda sinna eða yfirgefa flokkinn ella!! Aðra kosti munu þessir svikarar flokksins hafa!!
Enn tekist á hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Þetta er góður pistill hjá þér. Það er komin upp undarleg staða í VG þar sem einungis 3 þingmenn flokksins bera virðingu fyrir stefnu flokkins og halda trúnaði við kjósendur flokksins. Hinir 12 þingmennirnir ættu að ganga í samfylkinguna þar sem þeir virðast vinna eftir stefnu samfó en ekki VG
Hreinn Sigurðsson, 11.1.2011 kl. 08:26
Hvolpar og kettir, ekki skrítið að það logi allt í illdeilum innan flokksins!
Skúli (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.