Tvær hliðar á hverju máli

Það eru tvær hliðar á flestum málum. Svo er um þetta mál einnig, vissulega vilja Bandaríkjamenn koma höndum yfir þá sem þeir telja að hafi stolið eða lekið gögnum frá þeim. Vandséð er þó hvaða gögn Birgitta hefur getað komist yfir og lekið til fjölmiðla. Hin hliðin er gansæi, en aldrei er of mikið af henni. Skortur á gagnsæji hefur hamlað verulega allri uppbyggingu þessa lands eftir hrun og því hálf fyndið að horfa upp á ráðherra þessarar stjórnar vera að verja slíkt. Þeim væri nær að líta í eigin barm!!

Það sem kemur þó gleðilega á óvart er hversu hag Íslendinga Össur ber allt í einu fyrir brjósti sér. Hann hlýtur nú að kalla til sendiherra Bretlands og Hollands og gera þeim grein fyrir því að okkur beri engin skylda til að greiða icesave!! Eða skiptir kannski minna máli framtíð landsins en framtíð eins þingmanns?

Þó er líklegra að Össur sé að nota þetta mál sér til framdráttar. Að hann sé með látum og bægslagangi að reyna að sýna fávísri þjóð hversu Bandaríkjamenn séu vondir, ESB sé mikið betra! Einnig er hann að nota þetta til að drepa á dreif þeim vandræðagangi sem hann á við að eiga í aðlögunarferlinu og óþekkt talsmanna ESB sem endilega vilja vera að segja Íslendingum sannleikann um aðlögunina. Að ekki sé minnst á vandræði hanns með samstarfsflokkinn!

 


mbl.is Sendiherra kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu.  Birgitta hefur nú ekki verið þekkt fyrir að vaða í vitinu, hún hagaði sér eins og ónytjungur í búsbyltingunni og hefur ekkert markvert gert á Þingi.  BNA menn eru í fullum rétti að rannsaka hana, aðgerðir hafa afleiðingar ekki satt.

Baldur (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband