Jæja, þá er ballið byrjað!!

Samningsrétturinn er í höndum hvers stéttarfélags, þetta veit Vilhjálmur Egilsson!!

Að ætla að vísa verkfalli til félagsdóms er því eins og hvert annað rugl og eingöngu til þess fallið að efla samstöðu launþega gegn SA.

Verkfallsrétturinn er heilagur, enda eina vopn launþega. Honum ber því að beyta af skynsemi. Það vita allir að verkfall er eithvað það skelfilegasta sem fyrir getur komið, en þegar launþegum er ýtt upp að vegg er þetta þeirra eina svar. Þer eiga ekkert annað vopn til!

Atvinnurekendur hafa hins vegar fjöldan af vopnum sínu megin, vopn sem þeir hika ekki við að beyta! Uppsagnir, skert starfshlutföll og ýmislegt fleira hafa þeir notað óspart undanfarið án þess að launþegar geti neitt gert. Lækkun launa hefur einnig verið stunduð af hálfu atvinnurekenda. Auk þess eiga þeir sambærilegt vopn og launþegar, þ.e. verkbann. Sem betur fer hefur því sjaldan verið beytt, en hótanir um það hafa þó heyrst á undanförnum árum. Við munum eiga eftir að heyra slíkar hótanir oft á næstu mánuðum.

Ef Vilhjálmur vill sleppa við verkföll er hans fyrsta verk að hætta þessu drambi! Það næst aldrei nein sátt eða samningur þegar annar aðilinn hótar að fara með mál fyrir dóm!! Verkallshótun á hann að sjálfsögðu að svara með ósk um viðræður!!

Því miður eru þessar hótanir Vilhjálms sennilega bara uphafið af því sem framundan er, verkföll. Þau lýsa vilja hans til sátta, meir en nokkuð annað!! Við slíkum viðbrögðum má hann búast við að launafólk svari á þann eina hátt sem það getur og hefur vald til; verkföllum!!

Vilhjálmur Egilson kastar hanskanum og honum mun verða svarað!!

 


mbl.is Deilan í bræðslum í dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband