Samstaða Jóhönnu

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kalla eftir samstöðu. Þetta gerðu þau í áramótagrein sinni í morgunblaðinu á gamlársdag. Þetta er göfugt markmið en nokkrum tímum seinna, á leið á ríkisráðsfund, sagði Jóhanna við fréttamann RUV að ekkert væri að marka það sem stæði í Morgunblaðinu!! Er hún að segja að greinin sem hún og Steingrímur sendu í þetta blað sé bull og vitleysa, er hún að segja að þau vilji alls ekki samstöðu, þetta standi í Morgunblaðinu og því ekkert að marka!!

Það er nær lægi að halda að svo sé, að minnsta kosti er ekki að sjá neina tilburði um samstöðu frá henni eða þingmönnum og ráðherrum Samfylkingar, hvorki við samstarfsflokkinn, þingmenn og ráðherra hans, né við þjóðina. Hún virðist ætla að ana áfram, blinduð af sjálfsáliti og Össur höktir á eftir og kastar miður góðum kveðjum til þeirra sem hann heldur að Jóhönnu mislíki við í þingliði samstarfsflokksins, eins og trúður sem kastar sælgæti til áhorfenda!!

Þau eru enn að grafa gröf ríkisstjórnarinnar og greinilegt að viljinn til samstarfs við VG er enginn. Þau átta sig ekki á að þau eru einnig að grafa gröf Samfylkingar og ber ævinlega að þakka þeim það!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband