Samstaða þjóðarinnar er fyrir hendi

ísland1Ekki verður annað sagt en að forsetinn heggur að stjórninni og er það vel.

Hann marg ítrekar að valdið sé hjá þjóðinni og þeir sem valdið hafa séu þjónar hennar. Hverju orði sannara!

Forsetinn undrast einnig hvers vegna við Íslendingar getum ekki sameinast í baráttunni við þann efnahagsvanda sem hér ríkir, eins og við sameinumst ætíð þegar náttúruhamfarir dynja yfir. Þetta er réttmæt spurning, en svarið er einfalt. Þeir sem yfir stjórnartaumum ráða eru þeir aðilar hverju sinni geta myndað slíka sameiningu. Þetta veit Ólafur vel og því ekki hægt annað en líta á ummæli hans öðruvísi en ádeilu á ríkisstjórnina.

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur alið á sundrung meðal þjóðara og þings, jafnvel svo að sundrungin nær inn í raðir sjálfrar stjórnarinnar. Margt er það sem stjórnvöld hafa gert til þess.

Umsókn að ESB klýfur flesta flokka alþingis, klýfur stjórnina og klýfur þjóðina.

Icesave samningar og hvernig staðið hefur verið að þeim klýfur stjórnvöld frá þjóðinni, það sýndi þjóðaratkvæðagreiðslan í mars síðastliðinn. Vonandi að forsetinn færi þjóðinn aftur vald yfir afgreiðslu þess máls.

Stjórnin hafnar með öllu samráði við stjórnarandstöðu en krefst svo samvinnu þegar mál eru komin í algeran hnút, oftast fylgir þeirri samvinnu þó sá hængur að stjórnarandstaðan á að samþykkja allar tillögur stjórnarinnar!

Stjórnin kallaði saman landsdóm og dró fyrir hann einn fyrrverandi ráðherra. Öll framkvæmd og undirbúningur var vægast sagt hæpin, enda á saksóknari Landsdóms í mestum vandræðum með að búa málið, leitar enn gagna. Atkvæðagreiðsla þingsins um málið, var svo með þeim hætti að það rak enn einn fleiginn í stjórnarliðið.

Sú staðreynd að stjórnvöld hafa skipað sér að baki fjármálastofnunum gegn um þykkt og þunnt, jafnvel varið lögbrot þessara stofnana og hjálpað þeim eftir að þær fengu á sig dóm um þau lögbrot, er eitthvað sem fólkið í landinu sættir sig ekki við. Þeir flokkar sem að stjórninni standa fengu sín atkvæði fyrst og fremst vegna loforða um að standa vörðu fjölskyldna í landinu. Þetta loforð hefur algerlega verið svikið og það sem verra er að stjórnin tekur sér stöðu við hlið þeirra sem stæðstan þátt á í hruni landsins og hörmungum fólksins, fjármálastofnunum!!

Innbyrgðis átök stjórnarliðsins eru með því allra versta sem við höfum kynnst í sögu alþingis og það á tímum þegar við þurfum sárlega á samstöðu að halda! Þetta náði nýjum hæðum undir lok ársins og ekki útséð með þau málalok.

Það er því ljóst að sundurlyndið er einkum vegna og innan stjórnarliðsins. Þjóðin stendur saman en stjórnvöld eru ekki samstíga þjóðinni!!

Forsetinn þarf þó ekki að örvænta. Samstaða þjóðarinnar er fyrir hendi, hún fer lágt ennþá en mun koma vel upp á yfirborðið fyrr en seinna. Þá mun þeim sundrungaröflum sem völdin hafa, verða komið frá. Upp frá því er hægt að horfa bjartari augum til framtíðar.

Tillaga Sigmundar Davíðs um þjóðstjórn er sennilega eina rökrétta í stöðunni í dag, þó sjálfum hugnist mér ekki sú leið. Slík stjórn til skamms tíma með það eina markmið að koma okkur út úr mesta vandanum, gæti hugsanlega sameinað þjóðina.

 


mbl.is Fátæktin er smánarblettur á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gleðilegt ár  !  Sammála hverju þinu orði  og nú þarf þjóðin að þjappa ser saman og taka af skarið  !!  

ransý (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gleðilegt ár Gunnar !

Góður pistill og gott sjónarhorn á hvatningu forsetans til fólks um að standa saman og taka lýðræðið sér í hönd.

Ég aftur á móti lagði mig eftir ummælum hans um fátæktina, ekki alveg sammála honum í orðavalinu, en veit hvað hann meinar og hann fær fyrir það, minn pistill HÉR.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 1.1.2011 kl. 22:05

3 identicon

 Forsetinn borðaði hjá Hjálpræðishernum um jólin og sá um uppvaskið þar og ýmis þrif eftir máltíðina. Hann er alvöru jafnaðarmaður. Fátækt ER smánarblettur hjá jafn lítilli þjóð og okkar þar sem rétt skipting lífsgæða væri svo auðveld. Og hún er það ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Að fátækt sé til á Íslandi, jafnvel var hún það á góðæristíma, já, jafnvel fólk sem hefur ekkert að borða, því fæstir hafa í sér þann dug og kjark að þora að fara og biðja um aðstoð, stolltið er of mikið, og hér á landi hafa menn veikst af hungri og veikindin síðan leitt til dauða, bara af stollti, ÞAÐ ER skömm! Þetta er ekki milljarðaþjóð, við erum meira og minna öll skyld og frændsystkin, þannig að ef við værum til dæmis öll af Evrópskum gyðingaættum þá væri fátækt hér ekki til. Evrópskir gyðingar, frændur Dorrit, líta nefnilega svo á, að fátækt eins sé skömm allra. Og þetta skilur hún og veit og stóð því í stórhreingerningum hjá Hjálpræðishernum öll jólin og lætur stórfellda fjármuni rakna af hendi til hjálparstarfs hér á landi bak við tjöldin. Þú ert ómögulegur og vondur frændi ef frændi þinn er atvinnulaus og þú sýnir ekki þann manndóm að finna honum almennilega vinnu. Þú ert vond manneskja og einskis virði ef frænka þín á ekki mat um mánaðarmótin. Þannig hugsar guðsútvaldaþjóð, og þetta eigum við frændsystkinin að læra af þeim! Ef þau hugsuðu ekki akkurat svona væri búið að murka úr þeim lífið. Nú er heimurinn á móti okkur eins og þeim og við verðum að læra af þeim eða deyja. Nú vilja allir að við blæðum út af örfáum vondum bankamönnuum, alveg eins og nazistarnir hugsuðu um gyðingalegan almenning. En við viljum ekki læra og höldum áfram á braut eigingirni og sjálfhverfu. En eigingirnin er það sem varð okkur að falli! Ef við segjum ekki skilið við eigingirnina munum við farast og deyja sem þjóð og hér mun ríkja þriðja heims ástand.

Farið að líta í kringum ykkur og sjá hverjum getur ÞÚ hjálpað Í DAG!!! Hið mesta góðverk er ekki að aumka sig yfir þann sem brotnar niður og biður þig á hjánum með tárin í augunum um hjálp, eins og litli minnihluti þeirra sem þarfnast hjálpar og getur boðið stolltinu byrgin og staðið í biðröðum. Mörg börn voru svöng um jólin og foreldrar þeirra stóðu aldrei í biðröðum...Nei, það er að líta sér nær, og athuga hvar eitthvað er að. Kannski er verið að fela það. Lestu í litlu atriðin. Skoðaðu umhverfi fólks og venjur. Það er alvöru góðverk að hjálpa þeim sem getur ekki fengið af sér að biðja þig um hjálp. Svona hugsa gyðingar og sjá um sína. Þetta verðum við að læra, eða tilvist okkar sem þjóðar er lokið, því þjóð sem ekki er fjölskylda, er einskis virði. Guð blessi Ólaf og Dorrit.

Áfram Ísland! (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband