Það er vonandi að fleiri gleymist !!
22.12.2010 | 11:49
Björn Valur biður kjördæmisfélaga sinn afsökunar. Stórmannlegt væri þetta hjá Birni Val, ef hugur fylgdi máli. Staðreyndin er þó sú að í afsökununni fylgir ásökun.
Björn Valur segir að ekki hafi verið rétt af sér að ásaka Kristján, einfaldlega vegna þess að hann hafi ekki forsendur eða þekkingu á hans málum til þess. Þá dregur hann Guðlaug Þór inn í myndina, en eins og allir vita hefur sá maður titilinn stirkjakóngur Alþingis, væntanlega til að reyna að draga úr afsökun sinni.
Eftir að hafa drullað hæfilega yfir Guðlaug, segir Björn Valur að "ágætur þingmaður NA-kjördæmis ætti að upplýsa um hverjir kostuðu hann til þings." Ekki verður betur séð en Björn Valur sé að ráðast á Kristján Þór í sömu setningu og hann biður hann afsökunar.
Þegar menn biðja einhvern afsökunar á opinberum vettvangi eiga þeir að gera það og ekkert annað. Ekki vera að blanda öðrum málum inní afsökunarbeiðnina. Slíkt gera eingöngu þeir sem afsökunar biðjast án þess að hugur fylgir máli.
Að lokum skrifar Björn Valur: "En ef ég væri Guðlaugur Þór myndi ég njóta hvers þess dags sem mín væri ekki getið í fjölmiðlum í þeirri veiku von að ég hreinlega gleymdist". Hvað þetta kemur afsökunarbeiðni Björns til Kristjáns við, er erfitt að átta sig á, enda yfirleitt erfitt að átta sig á hvað Björn Valur hugsar. Fer væntanlega eftir því hvað formaður hans hefur sagt honum að hugsa um, hverju sinni.
Að minnsta kosti væri ekki meira tap af Birni Val af þingi en Guðlaugi Þór, þó báðir mættu svo sem missa sig!!
Biður Kristján Þór afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.