Uppistand í beinni !!
15.12.2010 | 08:50
Morgunútvarp RUV virðist vera að breytast úr "fréttaskýringa" þætti yfir í gamanþátt.
Nú áðan voru þeir með þrælgott uppistand. Þeir fengu í viðtal einn að þeirra föstu "álitsgjöfum" til að fara yfir icesave söguna. Álitsgjafinn byrjaði á að hæla sér fyrir eigið ágæti og taldi sig verða að fara yfir þetta mál, enda enginn honum færari til þess. Hann byrjaði á að taka skýrt fram að fyrir ári síðan hefði hann gert þetta sama á sama vettvangi og hafi getað "upplýst" fávísa þjóð þá, en vissulega þyrfti að halda þeirri þekkingu við.
Næst upphófst hin besta skemmtun, hann fór vítt og breytt yfir málið og reyndar ýmis önnur einnig. Eins og gjarnt er um skemmtiþætti, þá fór lítið fyrir sannleika, frekar horft til skemtanagildis.
Það skyggði reyndar örlítið á þessa skemmtun hrokinn í álitsgjafanum, bæði gagnvart þjóðinni og einnig fréttamanninum. Ég geri þó ráð fyrir að um grín hafi verið að ræða.
Það er fyllsta ástæða fyrir Spaugstofumenn að fara að vara sig. Ef hann heldur uppteknum hætti er hætt við að honum reynist auðvelt að fella hana af þeim palli sem hún er.
Þá getur Guðmundur Ólafson skipt um titil og kallað sig "uppistandara".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.