Ekkert lát á vandræðagangnum !!
15.12.2010 | 07:28
Við þriðju umræðu fjárlaga hafa gjöld hækkað um 9 miljarða og gjöld um 6 miljarða, frá annari umræðu.
Þessir 6 miljarðar sem talið er til tekjuaukningar eru reyndar þeir miljarðar sem á að nota til sérstakrar lækkunar vaxta hjá lántakendum. Þetta ætlar stjórnin að innheimta hjá bönkum og lánastofnunum, en þó hefur ekki enn verið gengið frá því.
Það hefur ekki gengið vel hjá ríkisstjórninni að eiga við þá sem yfir fjármagninu voma, því er þessi tekjuaukning alls ekki vís og fáráðnlegt að taka hana inn í fjárlagafrumvarpið. Þetta er eingöngu "froða".
Vandræðagangur stjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið ætlar engann endi að taka. Jafnvel þó stjórninni takist að nauðga þessu frumvarpi gegn um þingið, munu vandræðin halda áfram. Grunnurinn undir því er of veikur!!
Útgjöld hækka um 9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hætt að botna upp né niður í þessu hjá Jógrími!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.12.2010 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.