Eða hvað?

Ætlar Jóhanna kannski að reka Lilju úr VG. Ekki kæmi á óvart að hún skipi Steingrími að gera það!

Frekjan og yfirgangurinn sem felast í þessum orðum forsætisráðherra er með ólíkindum, auk þess sem þeta er gróft brot á 48. gr. stjórnarskrárinnar, en það plagg hefur svo sem ekki verið í uppáhaldi hjá núverandi ríkisstjórn.

Það sem Lilja gerði við þessa atkvæðagreiðslu var akkúrat það sem henni bar að gera, greiddi atkvæði samkvæmt eigin samvisku! Eitthvað sem þingmenn Samfylkingar þekkja ekki.

Betur væri ef alþingi hefði fleiri þingmenn með kjark og þor Lilju Mósesdóttur, þingmenn sem þora að standa á sinni sannfæringu jafnvel þó það sé gegn eigin flokksformanni. Hún getur þó staðið upprétt gagnvart sínum kjósendum, ekki verður það sagt um formann VG og þá heigla sem þora ekki öðru en standa að baki honum í svindli við kjósendur.

Þó Jóhanna sé því vön að stjórnað sé með boði og bönnum innan hennar flokks, ætti hún að varast að beyta þeirri aðferð út fyrir hann. Það eru ekki allir jafn miklir heiglar og þingmenn Samfylkingar, heiglar sem láta segja sér fyrir verkum í einu og öllu!! Því gætu slíkar hótanir allt eins snúist í höndum hennar og hitt hana sjálfa.

 


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli hvað stendur í stjórnarskránni, því miður!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.12.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband