Situr allann hringinn kring um borðið!!
9.12.2010 | 11:55
Mikið liggur við hjá Gylfa Arnbjörnsyni. Hann þarf að koma á einhverju samkomulagi sem vinir hans í ríkisstjórn og innan SA geta sætt sig við.
Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur komið fram með kröfur upp á 200.000 kr í lágmarkslaun, sem reyndar er skammarlega lágt, er Gylfi enn að baslast við að koma á einhverskonar kyrrstöðusamning við þá aðila sem hafa sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi!! Aðila sem hafa sýnt að þeir brjóta slíka samninga áður en blekið þornar á pappírnum!!
Auðvitað hafa fulltrúar SA sagt að kröfur SGS væru óraunhæfar, ekki man ég eftir þeim samningum sem fulltrúar vinnuveitenda hafa ekki sagt í upphafi samninga að kröfur væri óraunhæfar, að ekki væri til innistæða fyrir þeim. Ef ekki er til innistæða fyrir mannsæmandi launum fyrir launafólk, eiga þau fyrirtæki sem þannig er statt fyrir, ekki tilverurétt svo einfalt er það!! Þeir sem þau fyrirtæki reka ættu að finna sér aðra vinnu sem hentar þeim betur og leifa öðrum hæfari mönnum að spreyta sig!!
Gylfi segir að enn sé ekki ákveðið hvenær næsti fundur verði haldinn um samráð í kjaramálum að "verið væri að reyna að samræma kröfurnar". Hann á náttúrulega við að verið sé að reyna að fá SGS til að slaka á sínum kröfum!!
Gylfi Arnbjörnsson er innvígður í Samfylkinguna og hefur sterk tengsl við SA í gegn um setu í stjórnum fyrirtækja. Því er hann með öllu óhæfur til að taka þátt í þessum viðræðum og umræðu um kjaramál launafólks yfirleitt!!
Það hlýtur að vera skýlaus krafa launafóks í landinu að honum verði meinaður aðgangur að öllum samningaviðræðum, hvort heldur er við stjórnvöld eða atvinnurekendur.
Nýr fundur um kjaramál ekki boðaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.