Heldur meira en listamannalaun!

Efnahags og viðskiptaráðuneytið notaði 54 miljónir af fé landsmanna í ráðgjöf. Ekki sést þó að þetta ráðuneyti hafi síðan notað ráðgjöfina.

Athygli vekur að nærri helmingur fjárins fór til tuttugu og tveggja lögfræðinga og lögfræðiskrifstofa. Samt voru tilburðir ráðherra alfarið gegn lögum og jafnvel eftir að dómur féll í hæstarétti um ólögmæti ákveðinna lána, var ráðherra ósáttur. Einhver þeirra tuttugu og tveggja lögfræðing hlýtur þó að hafa verið búinn að gera ráðherra grein fyrir því hvernig lögin í landinu væru gagnvart þessum lánum.

Fimm ráðgjafafyrirtæki fengu nærri helming þessa fjár. Árangur þeirrar ráðgjafar er ekki sjáanlegur.

Ekki kemur fram í fréttinni hvert rúmar sjö miljónir fóru, enda um smáaura að ræða í umræðunni í dag, ekki nema sem svarar árlaunum nærri fjögurra verkamanna!!

 


mbl.is Keyptu sérfræðiráðgjöf fyrir 54 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband