Þetta lagast allt saman þegar við göngum í ESB

Í fréttum RUV í gærkvöldi voru þeir sem höfðu gengt embætti utanríkisráðherra á þessu árabili taldir upp. Þó láðist að nefna Ingibjörgu Sólrúnu í þeirri upptalningu, þann utanríkisráðherra sem ákvað að ráða vinkonur sínar úr kvennalistanum í stöður sendiherra á sendiráðs!!

Nær hefði verið ef frétta menn hefðu lagt á sig örlitla vinnu pg skilgreint nánar hvenær á þessu tímabili mest fjölgunin varð og hvers vegna. Mér segir svo hugur að hlutfallslega mest fjölgun miðað við tíma hafi orðið einmitt á þeim stutta tíma sem Ingibjörg sat í stól utanríkisráðherra. Mesta fjölgunin varð þó sennilega í tíð Halldórs Ásgrímssonar, enda sá sem lengst gengdi þessari stöðu á þessu tímabili. Þó kæmi mér ekki á óvart þó Ingibjörg hafi jafnvel slegið honum við!!

En hvað um það, þeir sem telja sig hafa kosti til að komast á ríkisspenann í gegn um utanríkisþjónustuna þurfa ekki að örvænta. Ef við göngum í ESB verður af nógu að taka og fólk getur valið sér þær stöður sem því sýnist. Fjölgunin í utanríkisþjónustunni mun þá verða gífurleg.

 


mbl.is Kostnaður nánast fjórfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband