Lilja er eitthvað að misskilja

Lilja Mósesdóttir, einn af fáum stjórnarþingmönnum sem virðist átta sig á að fjölskyldur landsins eru komin á vonarvöl, er aðeins að misskilja þetta. Hún segir að margir muni kjósa að fara í gjaldþrot. Það er ekki svo mikið val sem fólk hefur, það einfaldlega er neytt í gjaldþrot.

"Aðgerðapakki" stjórnarinnar hjálpar fáum og því munu flestir enda í gjaldþroti, sumir stax á næstu vikum en aðrir seinna. Það má segja að stjórnin hafi fellt fyrsta dóminókubbinn með þessu útspili sínu, gjaldþrotahrinan er lögð af stað.

Stjórnvöld tóku þá ádrifaríku afstöðu að láta banka og lánastofnanir segja sér fyrir verkum. Hún lét þessar stofnanir semja "aðgerðarpakka" sem eingöngu fjallar um loft og froðu, eitthvað sem bankar Íslands eru sérfræðingar í. Þeir voru sérfræðingar að búa til fjármagn úr lofti fyrir hrun, nú búa þeir til "aðgerðarpakka" í nafni stjórnvalda úr sama efni!

Það er ekkert í þessum "aðgerðapakka" sem hjálpar fjölskyldum landsins!

Því miður!!

 


mbl.is Kjósa að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Við rændum eignarhlut þínum í íbúðinni þinni, en góðu fréttirnar eru að þú mátt kaupa hana af okkur, AFTUR. En bara eftir að þú hefur FYRST greitt 10% af kaupverðinu í þóknun fyrir þjónustu okkar. Þetta er lokatilboð sem við ráðleggjum þér að samþykkja, því annars komum við aftur og tökum meira næst!"

Í hverskonar viðskiptum hljómar þetta eins og góður díll? Kannski helst þeirri tegund sem sést í mafíumyndum þegar "kaupskilmálunum" er framfylgt með handafli.

Og til að bæta móðgun við missinn, þá eiga bankarnir sjálfir að hafa frumkvæði að því að hafa samband við þá sem taldir eru í greiðsluerfiðleikum til að flytja þeim fréttirnar af því að eignaupptakan hafi verið staðfest af stjórnvöldum.

Ættu þeir ekki bara að senda manni blómvönd líka... ARGH!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2010 kl. 07:30

2 identicon

"Aðgerðapakkinn" var í raun aðeins uppstokkun á úrræðum sem þegar voru komin fram.

Pakkinn bjargar síðan þeim sem í raun voru búnir að gefa upp alla von en ekki þeim sem lagt hafa hvað mest á sig til að halda húsnæðinu með botlausri vinnu og greiðsluvilja.

Það mætti í raun sjá þetta fyrir sér sem raðhúsalengju í björtu báli þar sem þeir skuldsettustu byggju í miðjunni en betra settir þróuðust til beggja enda. Í miðjunni stæði nú Jóhrannar með garðslöngu og sprautaði á eina kjallaraíbúðina en hugaði ekki að húsið brynni áfram í báðar átti.

Það er nefnilega það sem gerist.

Millistéttinni verður eitt og aðeins verður eftir fólk við framfærslu og fólk undir framfærslu..... og jú vinir Jóhrannars sem sitja á seðlahrúgunum!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband