Verðsamráð
3.12.2010 | 21:33
Olíufélögin nýta sér það að allir fjölmiðlar eru uppteknir af skopleikriti Jóhönnu Sigurðardóttur og hækka verð á eldsneyti. Nú hafa þau hækkað það um átta krónur á einni viku eða um 4%.
Það er undarlegt hversu samstíga þau eru, öll hækka sama dag og öll um svipaða upphæð! Voru þessi fyrirtæki ekki dæmd fyrir verðsamráð fyrir skemmstu? Það verður vart annað séð en að þau stundi verðsamráð af fullum krafti ennþá!!
Ástæðurnar sem til eru teknar eru jafn mikið út í hött og undanfarið, erlendar verðhækkanir og hækkun á gengi dollars. Það vita allir að verð á olíu ákvarðast með nokkurra mánaða fyrirvara, þau verð sem nú gilda eru þau verð sem voru á mörkuðum um það leiti er verð var hvað lægst. Jafnvel þó tekin eru þau verð sem nú eru í gildi hafa þau ekki hækkað sem þessu nemur, auk þess sem engin lækkun varð á eldsneyti hér á landi þegar olíuverð hrundi erlendis. Ekki varð nein lækkun á eldsneyti hér á landi þegar dollar lækkaði úr 130 kr. niður í 110 kr. Nú stendur hann í 115 kr, mun lægra en í sumar!
Það er með ólíkindum að þessi fyrirtæki skuli getað hagað sér með þessum hætti, hækkað þegar þeim sýnist og logið til um ástæður, en neita svo að lækka þegar ástæður eru til þess. Það er með ólíkindum að þessi félög skuli alltaf vera svona samstíga, bæði um hvenær og hversu mikið skuli hækkað verðið!! Það er með ólíkindum að ekki skuli vera farið í saumana á vinnubrögðum þessara fyrirtækja, sem þegar hafa fengið á sig dóm fyrir brot á landslögum!!
Þrón á gengi dollars v/s krónu:
Öll olíufélögin búin að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti halda að félögin ættu sömu byrgðir af eldsneyti miðað við hve samstígandi þeir eru í hækkunum.
Eitthvað rotið þarna.
ThoR-E, 4.12.2010 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.