Þar fauk það litla fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði út í veður og vind!!

Bjarni Ben er trúr sinni skoðun og tryggur bönkum og lánastofnunum. Hann er ánægður með þessar tillögur, sem engum mun þó hjálpa í raun. Ánægja hans liggur væntanlega í að ekki skuli vera lagður kostnaður á lánastofnanirnar. Fyrir Bjarna er fólkið í landinu bara skríll sem vart er eiðandi orðum á, hvað þá athöfnum!

Bjarni passar sig á að tala ekki of grimmt til stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, enda á hann þá von að komast í sæng með henni áður en langt um líður.

Svo eru menn hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa betra fylgi!!


mbl.is Töfin kostaði milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrkt sig jafnt og þétt frá kosningum. Er öflugasti flokkurinn þrátt fyrir að þér sé illa við hann. Ef þetta er það sem þér finnst um Sjálfstæðisflokkinn hvað finnst þér þá um ríkisstjórnina ? Hvað telur þú að henni finnist um fólkið í landinu ef Bjarni, sem er að gagnrýna að of lítið hafi verið gert og of seint, telur að það sé ,,skríll".

Með þinni rökfræði er fólkið þá væntanlega ,,pakk" í huga Jóh og Steingr ??? Í hvorum hópnum ætli þú sért ?

Kristín (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég neitt á Sjálfstæðisflokkinn að setja og guð frábiðji mér að hæla Jóhönnu og Steingrím. Þetta getur þú séð með því að fletta aðeins bloggi mínu Kristín.

Það verður þó að segjast eins og er að stjórnarandstaðan er ekki að standa sig. Það verður líka að segjast eins og er að Bjarni er ekki sá skörungur sem stæðsti stjórnmálaflokkur landsins á skilið. Og það verður að segjast eins og er að þreifingar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um stjórnarsamstarf er staðreynd, ömurleg staðreynd því það mun ekki auka hróður Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti. Það getur enginn flokkur unnið með Samfylkingu, það er staðreynd!!

Stæðsti og fjölmennast flokkur landsins hlýtur að eiga einstakling sem hefur meira þor og festu en Bjarni Ben!!

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2010 kl. 22:27

3 identicon

Gefðu manninum breik. Hann fékk stórlaskað skip til að stýra. Allt í klessu. Hann er ungur og enn að bæta sig, margir væru fyrir löngu búnir að gefast upp á skítnum sem dynur á stjórnmálamönnum, tala nú ekki um í þessum flokki.

Kristín (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gunnar - málflutningur þinn stenst enga skoðun -

Þessi niðurstaða sem verið var að kynna er smá hluti af tillögum Sjálfstæðismanna - sem þessi lánlausa ríkisstjórn vildi aldrei hlusta á - og eru bara staðfesting á þeim töpuðu kröfum sem þurfti að afskrifa hvort sem var. Heimilin þurfu hinsvegar á því að halda að það yrði gert formlega. Núna er það loksins komið.

Milljarðatugir ef ekki hundruð hefðu sparast ef stjórnin hefði hlustað á Bjarna á sínum tíma.

Fjölmiðlar eiga líka sinn þátt í þvi að tillögur Sjálfstæðisflokksins komust aldrei í umræðuna - kanski verður það núna og vonandi taka menn eins og þú sig til og lesa tillögurnar - þær standast skoðun og eru fyrir heimilin - vinnumarkaðinn og líka fjármálamarkaðinn - enda er þetta allt ein heild í því litla samfélagi sem við búum í.

Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn - það breytir engu um það að (eins og ég sagði hér að framan ) að fjölmiðlar ( sem flestir draga taum stjórnarinnar ) hafa ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni - þeim ber að skoða mál og fá til þess hæfa einstaklinga - þeir hafa hinsvegar kosið að taka allt hrátt frá stjórninni og hafna því sem kemur frá XD - hafa þagað tillögur og málflutning flokksins í hel.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.12.2010 kl. 09:24

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gleymdi einu - "litla fylgi Sjálfstæðisflokksins" mældist álíka mikið og fylgi ríkisstjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.12.2010 kl. 09:25

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ólafur,

ekki ætla ég að munnhöggvast um Sjálfstæðisflokkinn og þó það litla fylgi sem hann hefur sé álíka mikið og stjórnarinnar, segir það ekkert. Fylgi stjórnarinnar er langt fyrir neðan velsæmismörk og þó stæðsti flokkur landsins sé með álíka fylgi segir það ekki hversu vel hann hefur spilað úr sínum spilum.

Ég tek heilshugar undir með þér að stjórnarandstaðan hefur átt í högg að sækja gagnvart fjölmiðlum, ég tek einnig undir það að skaðin sé orðinn mun meiri nú, en hann hefði orðið ef fyrr hefði verið farið í aðgerðir. Ég er hinsvegar ekki sammála að um einhverjar raunæfar aðgerðir sé að ræða, jafnvel þó þær harmoneri við skoðanir Sjálfstæðisflokksins. Þær munu einfaldlega ekki leysa þann vanda sem hér er við að etja.

Ég stend við þau orð mín að mér finnst stjórnarandstaðan spilað illa úr sínum málum, hver sem ástæðan er og ég stend við þau orð mín að stæðsti stjórnmálaflokkur landsins hlýtur að eiga frambærilegri mann í stöðu formanns.

Gunnar Heiðarsson, 4.12.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband