Hvað er eiginlega í gangi?

Það er ljóst að stjórnarandstaðan er ekki að standa sig. Núverandi stjórnvöld eru algerlega vanhæf og hafa ekkert getað gert til að leysa þau vandamál sem að okkur steðja. Sá litli árangur sem náðst hefur er alls ekki stjórninn að þakka, heldur er hann þrátt fyrir þessa stjórn!

Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir stjórnarandstöðuflokkana að fylgi þeirra skuli ekki vera meira. Hvað ef núverandi stjórn hefði tekist að gera eitthvað? Þá væru stjórnarandstöðuflokkarnir sennilega horfnir.

Það er með ólíkindum hvernig stjórnarandstöðunni tekst að klúðra eigin málum, ekki er eins og efniviðurinn sé ekki til staðar. Sennilega hefur enginn stjórnarandstaða fengið jafn mikil tækifæri upp í hendurnar og nú, til að aukast og dafna. Samt er fylgi ríkisstjórnarinnar um 35%, ríkisstjórnar sem af verkum sínum ætti að vera með innan við 10% fylgi.

Það er ekki hægt að þakka fylgi ríkisstjórnarinnar verkum hennar eða heilindum. Ríkisstjórnin getur þakkað handónýtri stjórnarandstöðu fylgi sitt, engu öðru!

Stjórnarandstöðu flokkarnir þurfa að skoða í eiginn barm. Hvað veldur? Hvers vegna er fylgið ekki meira? Þeir verða að skoða sig og finna hvað er að og laga það hið snarasta, áður en enn verr verður komið fyrir landi okkar.

Það er ljóst að á þingi eru enn þingmenn sem tóku þátt í óráðssíunni fyrir hrun, þingmenn sem þáðu styrki frá glæpagenginu sem hafði yfirtekið landið. Einhverra hluta vegna virðist sem þetta bitni meira á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkum, þó innan stjórnarflokkana séu einnig þingmenn sem voru handbendi þessara sömu glæpamanna, sumir jafnvel ráðherrar í núverandi stjórn.

Það er einnig ljóst að þingmenn Sjálfstæðisflokks fara ekki eftir vilja meirihluta kjósenda sinna, en það á ekki síður við um þingmenn VG!

Hvers vegna er stjórnarandstaðan svona veik? Það eru engin bein rök fyrir þessu, en þó ljóst að einhverra hluta vegna nær hún ekki til kjósenda. Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Hreyfingin skuli ekki hafa nema 55% fylgi er alveg ótúlegt!

Mitt mat er þetta:

Sjálfstæðisflokkur er eins og höfuðlaus her, formaðurinn ekki sá skörungur sem hæfir stæðsta stjórnmálaflokk landsins. Enn eru of margir í ábyrgðastöðum sem voru virkir þáttakendur í óráðssíunni, sem virðist draga flokkinn niður. Þingmenn flokksins þora ekki að hlýta niðurstöðu meirihluta sinna kjósenda af ótta við einhverja ákveðna aðila innan flokksins. Stjórnlítill flokkur með kjarklitla þingmenn!

Framsóknarflokkur, sem þó lengst gekk í endurnýjun eftir hrun, hefur eitthvað orð á sér sem erfitt virðist að hrista af sér. Enn eru þó innanborðs menn sem tóku þátt í óráðssíunni. Stefnuleysi í ESB umræðu. Samstaða þingmanna engin eða af skornum skammti. Það er eitthvað stórkostlegt að innan Framsóknar, að þessi flokkur skuli ekki geta orðið stærri er með ólíkindum. Flokkur sem ekki tekst að hrista af sér ímynd spillingar og kjarkleysi í málefnum ESB.

Hreyfingin getur í sjálfu sér vel við unað, þó ætti fylgi þeirra að vera orðið mun meira, en það tekur tíma fyrir nýjan flokk að sanna sig.

Það er merkilegt að stjórnarandstöðunni skuli ekki takast að nýta sér þá óstjórn sem hér ríkir, að henni skuli ekki takast að nýta sér þá stöðu að stjórnin, sem ekki áttaði sig á vandamálum heimilanna fyrr en tunnur voru barðar, skuli enn ekki, nú þegar tveir mánuðir eru liðnir frá því tunnumótmælin fóru fram, vera komin fram með nein úrræði til bjargar heimilunum. Þegar við stjórn eru flokkar sem ekki geta komið sér saman um eitt né neitt. Þegar við stjórn eru flokkar sem hugsa um það eitt að skattleggja fólk og fyrirtæki, í stað þess að efla og auka atvinnu. Þegar við stjórn eru flokkar sem hafa það eitt markmið að koma sjálfræði landsins undir erlend öfl!! 

Ef stjórnarandstaðan væri að standa sig og miðað við getleysi stjórnarinnar, á allan hátt, ætti stjórnarandstaðan að vera með að minnsta kost 70-80% fylgi núna!! Megnið af þeim 30% sem ekki tóku aftöðu eða ætla að skila auðu ættu að liggja hjá stjórnarandstöðunni.

 


mbl.is Stuðningur eykst við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég heyrði í manni sem gekk fram hjá húsinu mínu, segja i  um leið og hann gekk fram hjá opnum glugga; "Það ætti bara að leggja þessa blessaða stjórnarandstöðu niður, hún situr bara á rassinum og gerir ekki neitt, ef hún nennir þá á annað borð að sitja í þingsalnum"

Auðvitað er mönnum misfátt eða mismargt um orð þegar þeim er algerlega ofboðið.

Ég held að þjóðarsálin sé ekki sátt við þessa uppgjafahermenn Sjálfstæðisflokks, sem ekkert heryrist í nema eitthvað smágelt, öðru hvoru, sem þagnar þó yfirleitt um leið og geltinu er lokið, án mannamáls sem einhver skilur, en ekkert nema ráðleysi fylgir í kjölfarið.

Eins og þú segir er Framsókn búin að koma sér fyrir í mynduðum hundakofa og segir ekki múkk.

Við þessar kjöraðstæður ættu stjórnarflokkarnir að hafa frelsi til að agerða, sem ekki hefur þó borið á hingað ti.

Ég vona samt að þessi skrif þín verði ekki til að vekja þá til dáða. Ég er búin að fá nóg og vil þá burt, aðallega þó Steingrím og hans liðsmenn.

Hvað er í gangi hjá stjórnarandstöðunni ? Leti og ráðleysi held ég.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.12.2010 kl. 00:03

2 identicon

JÓN GNARR! KOMDU OG BJARGAÐU OKKUR! OG ÞÚ MUNT EKKI VERÐA NEINN EVRÓPU-LEPPUR HELDUR STÓR OG MIKILL, OG ÓÚTREIKNANLEGUR OG FAGUR LEIÐTOGI Í NORÐRI SEM MANNKYNSSAGAN MUN ALLTAF MINNAST.

.. (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 04:03

3 identicon

NIÐUR MEÐ ÍHALDSHYSKIÐ! NIÐUR MEÐ ESB HYSKIÐ!

OUT WITH THE OLD! I SAID OUT WITH IT, OUT ! OUT!! OUT!!!!!!!!

OUT FOREVER!!!!!!!!!!!!!!!!

IN WITH THE NEEEEEEEEEEEEEEEEEW!!!!!!!!!!!!!!

 All hail the NEW new world order!

.. (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 04:05

4 identicon

Mjög fín færsla.  Lítill stuðningur við stjórnarandstöðuna kemur mér þó ekki mjög á óvart miðað við hvaða flokkar sitja í henni.  Framsókn hefur aldrei verið stór flokkur og mun líklega aldrei verða það. Sjallar sátu við völd í 18 ár og valdaseta þeirra endaði mjög illa fyrir íslenska þjóð svo ég hugsa að fólk vilji þá ekki strax aftur.  Hreyfingin er Hreyfingin og hún verður líklega aldrei neitt mjög stór heldur.  Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana er samt meiri en maður hefði búist við m.v. þau hrikalega erfiðu verkefni sem hún þarf að takast á við.

Skúli (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband