Lífeyrissjóðirnir, fyrir hönd banka og lánastofnana, hefur tekist að ná samkomulagi við stjórnvöld!

Jóhanna Sigurðardóttir hælir sér af því að samkomulag hafi náðst við lífeyrissjóðina. Nær er að segja að lífeyrissjóðirnir hafi náð samkomulagi við stjórnvöld, samkomulagi sem tryggir þeim umráðarétt yfir því fjármagni sem stjórnvöld hafa fært þeim, samkomulagi sem tryggir að lántakendur fá ekki eina krónu af því fé, samkomulagi sem tryggir þeim mönnum sem nánast hafa lagt sjóðina í rúst, áframhaldandi völd innan þeirra!!

Að vísu á Arnar Sigmundsson eftir að fá blessun vina sinna hjá bönkum og lánastofnunum, en það ætti ekki að verða vandamál fyrir hann. Hann hefur unnið sína vinnu fyrir þær stofnanir af stakri prýði. Það var sniðugt hjá forsvarsmönnum banka og lánastofnana að beita lífeyrissjóðunum fyrir sig, þeir vita sem er að samúðin með bönkum er ekki mikil, en allir hrökkva í hnút þegar talað er um skerðingu á lífeyrisréttindum!

Það er ljóst að sá kostnaður sem af þessum aðgerðum hlýst mun ekki lenda á bönkum og lánastofnunum, allur kostnaður lendir á skattgreiðendum. Um þetta fjallar samkomulagið!

Jóhanna segir að fyrst og fremst muni þessar aðgerðir hjálpa þeim allra verstu. Hvað á hún við? Það er ljóst að ef eingöngu er horft til þessa hóps mun hann einungis stækka. Þeir sem mest tapa á því eru að sjálf sögðu bankar og lánastofnanir.

Þá heldur Jóhanna því fram að aðgerðir sem komi allt að fjörutíu til fimmtíu þúsund manns til góða séu meðal aðgerða stjórnvalda. Við eigum að vísu eftir að sjá í hverju það sé fólgið, en miðað við það sem frést hefur, er um að ræða hækkun vaxtabóta. Stjórnvöld geta hæglega hækkað vaxtabætur, þau hækka skatta á móti og skera enn meira niður! Niðurstaðan er að vandamálið verður enn stærra og erfiðara.

Það er snautlega komið fram við almenning í landinu! Fyrst þarf að vekja stjórnvöld af sínum þyrnirósarsvefni með tunnubarning, þegar það hefur tekist, tekst stjórnvöldum að teygja og toga vandamálið í tvo mánuði, svo loks þegar komið er fram með svokallaða lausn er hún hvorki fugl né fiskur. Vandamálið er enn til staðar og fer versnandi!!

Stjórnin ræður ekki við vandann, stjórnin ræður ekki við banka og lánastofnanir, því á þessi handónýta stjórn að segja af sér strax!! Sú tilraun að koma hér á norrænu velferðakerfi hefur mistekist að öllu leiti utan einu, við erum langt komin með að taka upp norrænt skattpíningarkerfi!!

 


mbl.is Meginatriði samkomulags að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég sé að ást þín á ríkisstjórninni vex dag frá degi. Ég mun ekki segja konunni þinni frá því, treystu mér!

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 20:28

2 identicon

Þjófnaðurinn heldur áfram í skjóli stjórnvalda meðan vísitalan er ekki tekin strax úr sambandi og verðtryggingin afnumin. Á meðan erum við ekki siðmenntuð þjóð á meðal þjóða. Stjórnvöld hafa boðað hækkaða skatta og gjöld. ÞETTA FER BEINT INN Í VÍSITÖLUNA OG HÆKKAR LÁNIN! Þó að hækka þyrfti vexti e-ð á móti væri það mun skárra. Þá væri þessi víxlverkun rofin og hægt væri að gera RAUNHÆFAR áætlanir fram í tímann. Gjaldmiðilinn má auðveldlega tengja við aðrar myntir.  Púkann á fjósbitanum verður að kveða niður STRAX! Það sem vantar er vilji. Vilji ræningjanna og vitorðsmanna þeirra. LÁTUM EKKI MERGSJÚGA OKKUR ENDANLEGA!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 20:38

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó ég sé auðmjúkur og eftirlátssamur Björn, er ég ekki haldinn þrælsótta. Því mun ég seint verða aðdáandi þessarar ríkisstjórnar sem hefur mergsogið almenning undanfarið rúmlega eitt og hálft ár.

Reyndar voru væntingar mínar nokkra þegar þessi stjórn tók við völdum, hélt að þarna væri fólk sem bæri hag almennings fyrst og fremst fyrir brjósti. Annað kom þó á daginn.

Einkum bar ég vonir til að Steingrímur myndi láta að sér kveða, að hann myndi standa við eitthvað af öllum stóru orðunum sem hann hafði látið falla. Hörðustu kapítalistar blikna í samanburði við Steingrím, honum hefur tekist að skjóta þeim öllum ref fyrir rass.

Sagan mun verða rituð, ekki er víst að við eigum eftir að lesa hana, en þar munu menn verða dæmdir af verkum sínum. Mér segir svo hugur að sá dómur sem tríóið Steingrímur, Jóhanna og Össur fá, ekki verða fagur! 

Gunnar Heiðarsson, 2.12.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband