Að elta skott sitt
25.11.2010 | 10:10
Verðbólgan er farin að lækka hættulega hratt. Sú verðbólga sem nú mælist er fyrst og fremst vegna hækkunar á nauðsynjavörum og sköttum, ekki vegna verðmætasköpunar.
Það frost sem nú er á vinnumarkaði og verðmætasköpuninni er að leggja landið endanlega í rúst. Aðgerðir stjórnvalda miðast einkum að skattahækkunum sem aftur leiðir til hærri verðbólgumælingar og hækkar lánin hjá þeim eiga svo að borga skattana. Launin standa hins vegar í stað og áætlanir stjórnvalda miðast við að svo verði áfram!!
Ríkisstjórnin eltir skott sitt eins og óður hundur!!
Minnsta verðbólga frá 2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í verðtryggðu lánakerfi er það ekki hættulegt þó verðbólgan lækki hratt, heldur þvert á móti mjög jákvætt því þá hætta lánin að hækka.
Annað sem ég vil benda á er að verðbólga getur aldrei orðið vegna aukinnar verðmætasköpunar. Þvert á móti þegar verðmætasköpun eykst þá eykst kaupmáttur þeirra peninga sem eru í umferð og verðlag lækkar (verðhjöðnun). Verðbólga er hinsvegar afleiðing þess að meiri peningar eru settir í umferð heldur en sem samsvarar undirliggjandi verðmætasköpun, þannig að verðgildi þeirra peninga fyrir eru rýrnar. Það sem meira er, þessi kaupmáttarrýrnun er yfirlýst markmið stjórnvalda og seðlabankans, sem hafa gert með sér samkomulag sem skuldbindur seðlabankann til þess að rýra sífellt verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru í umferð með því að auka peningamagn umfram verðmætasköpun og orsaka þannig að jafnaði 2,5% verðbólgu.
Alveg eins og hægt er að segja að lambalæri kosti tvö þúsund krónur, þá er líka hægt að segja að tvö þúsund krónur kosti eitt lambalæri. Ef peningamagn í umferð myndi svo skyndilega tvöfaldast, þá myndu tvö þúsund krónur kosta hálft lambalæri, peningarnir yrðu semsagt minna virði en áður. Lögmálin um framboð og eftirspurn gilda nefninlega líka um peninga alveg eins og allar aðrar vörur. Þeir sem stjórna framboðinu á peningum (bankarnir) hafa því úrslitavald um hversu mikils virði peningar eru.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.