Enn sama spillingin
22.11.2010 | 08:49
Það mætti halda að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi ekki enn lesið hrunskýrsluna. Að minnsta kosti er þeim algjörlega fyrirmunað að breyta gjörðum sínum samkvæmt því sem þar er átalið.
Árni Páll og Steingrímur gera samning upp á 30 miljónir í greiðslu fyrir ekki neitt, þvert á umsögn barnaverndarstofu. Hverjar ástæður þeirra eru fyrir þessum samningi væri fróðlegt að fá að vita.
Barnaverndarstofa hafði nýtt sér uppsagnarákvæði og rift samningi við meðferðarheimilið í Árbót Aðaldal vegna þess að upp hafi komið kynferðisbrotamál þar.
Hvað ástæða getur verið ríkari til að rifta samningi við stofnun sem hýsir börn og unglinga, en kynferðisbrotamál?!
Ráðherrar sömdu þrátt fyrir mótmæli Barnaverndarstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir fréttum að hafa þá var ástæðan sem gefin var er að það hafi orðið FORSENDUBRESTUR....
Og þá spyr maður sjálfan sig... forsendubrestur vegna þess að kynferðisleg misnotkun varð uppvís og ekki leyfð á staðnum.....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.11.2010 kl. 09:20
Ég verð reið vegna þessa, því þetta er óafsakanlegur gjörningur allt saman og er þetta mjög alvaralegt vegna þess að það varð forsendubresur hjá meira og minna öllum heimilum og fyrirtækjum landsins og þeim má ekki bjarga vegna forsendubrestsins sem þar varð og er búin að valda því að mjög margir eru búnir að missa heimili sín og aðrir taka líf sitt.....
Þetta eru óafsakanleg vinnubrögð og á almenningur að krefjast þess að Ríkisstjórnin öll hunski sér frá tafarlaust í dag....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.11.2010 kl. 09:28
Foresendubresturinn sem vísað er í er væntanlega vegna þess að þarna kom upp kynferðisbrotamál, ekki vegna hrunsins.
Kynferðisbrotamál eru alltaf það versta sem hægt er að hugsa sér, þegar þau snúa að börnum og unglingum eru þau með öllu óafsakanleg.
Það skiptir engu máli í þessu dæmi hvort forstöðumenn voru gerendur eða ekki, þeir báru ábyrgð á starfseminni og því með öllu óásættanlegt að þau fái 30 miljónir úr ríkissjóði.
Er ríkissjóður tilbúinn að greiða þeim sem urðu fyrir þessum glæp 30 miljónir?
Gunnar Heiðarsson, 22.11.2010 kl. 09:42
Góður punktur Gunnar.
Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 12:02
Það má nú ekki gagnrýna aumingjana Árna Pál og Steingrím Joð of harkalega. Þetta er jú norræn velferðarstjórn sem þeir sitja í. Auðvitað er það forsendubrestur þegar samningi er sagt upp vegna breytinga á forsendum hans en ein forsenda umrædds samnings er að traust ríki á milli samningsaðila. Þetta traust fauk út um gluggann þegar kynferðisofbeldismálið kom upp þannig að samningnum var sagt upp af því að forsendur voru ekki allar lengur til staðar. En viðbrögð aulabárðanna Árna Páls og Steingríms Joð eru auðvitað út úr öllu korti og brot á starfsskyldum þeirra og trúnaðarbrestur gagnvart kjósendum. Þetta er rétt eins og þegar Davíð Oddsson skipaði öllum ráðherrum sínum að gefa milljónir af "ráðherrafé" sínu til þurfamannsins Hrafns Gunnlaugssonar fyrir lélegustu kvikmynd íslenskrar kvikmyndasögu, "Draumur Hannesar Hólmsteins" eða hvað hún hét nú vitleysan. Myndin kostaði víst um 6 milljónir í framleiðslu en Davíð neyddi ráðherrana til að gefa þurfamanninum 65 milljónir af ráðstöfunarfé sínu af því að Hrafn er vinur Davíðs. Árni Páll eða Steingrímur Joð eða Davíð "drusla" Oddsson... það er enginn munur á kúk og skít.
corvus corax, 22.11.2010 kl. 15:59
Forsendubrestur ætti að vera brot, lokað vegna alvarlegt brots á reglum.
Ömurlegar fréttir af vinnubrögðum vinstri velferðarstjórnarinnar með Steingrím í fararbroddi.
Eva Sól (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.