Verðsamráð Íslensku olíufélagana

Í gær komu fréttir þess efnis að olíuverð á heimsmörkuðum færi lækkandi, nú kemur önnur frétt sama eðlis, að enn sé verð á niðurleið.

Því er undarlegt að Íslensku olíufélögin hafi hækkað verð hjá sér í gær. Ástæðurnar sem þau gáfu voru hækkun á heimsmarkaði og hækkun dollars gagnvart krónunni.

Fyrri ástæða þeirra stenst ekki, en dollar hefur að vísu hækkað úr ca. 110 kr. í ca. 112 kr. Um mánaðamótin júlí ágúst í sumar var dollar hins vegar á ca. 130 kr. Ekki hef ég orðið var við að olíufélögin hafi lækkað verð á eldsneyti þó hann hafi lækkað, allt niður í 110 kr. Það hlýtur því að vera einhver innistæða vegna þeirrar lækkunar dollars, auk þess sem verð á heimsmörkuðun fer enn lækkandi og í raun engin merki þess að það muni hækka.

Eitt sinn voru þessi félög dæmd fyrir verðsamráð, það er spurning hvort þetta verðsamráð sé ekki enn við lýði. Þau eru að minnsta kosti mjög samstíga í öllum verðbreytingum!

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB hefur verið duglegur við að gagnrýna olíufélögin. Þó mætti hann gera meira, það er ljóst að þegar uppbyggileg gagnrýni hefur komið fram hafa olíufélögin bakkað. Þau vita sem er að þau eiga ekki séns í upplýsta umræðu um verðmyndun á eldsneyti hér á landi.

 


mbl.is Enn lækkar heimsmarkaðsverð á olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kallað ,,aðlögunarferli'' ! Það er verið að aðlaga okkur að bensín og olíuverðum sem við fáum að búa við næstu mánuðina, eða svo lengi sem ríkis-ó-stjórnin situr. Í skattamálaráðuneytinu er verið að undirbúa frekari hækkanir sem okkur verða kynntar sem umhverfis gjöld og skattar.

Elías Bj (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband