Graf alvarleg staða!!
10.11.2010 | 18:22
10,4% vanskil í viðskiptabönkum. Þetta segir ekki nema hálfa sögu, fók reynir svo lengi sem það getur að standa við skuldbindingar sínar. Því er gripið til þess ráðs að skera við sig eins og hægt er áður en hætt er að borga af lánum. Hversu margir eru í þeirri stöðu að lifa á yfirdrætti, jafnvel er að hækka yfirdráttinn reglulega til að geta borgað af sínum lánum.
Það er ljóst að sú staðreynd að nú séu rúm tíu prósent vanskil í viðskiptabönkum segir að hér er graf alvarleg staða, það segir einnig að margir eru komnir fram á brún hengiflugsins en halda sér gangandi með úrræðum sem eingöngu eru til þess að gera fallið enn lengra. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir lánastofnanir. Er ekki skynsamlegra fyrir þær að afskrifa hluta af skuldum fólks og koma því á beinu brautina en að hjálpa því með hærri og hærri yfirdrætti og lengingu lána svo nánast útilokað er fyrir fólk að komast út úr vandanum. Einfaldlega vegna þess að fólki endist ekki líf til þess. Fleiri og fleiri munu velja leið gjaldþrots við slíkar aðstæður, ekki að gamni sínu heldur í þeirri von að geta öðlast einhverntíma þokkalegt líf.
Það er lítil von til að ástandið lagist með núverandi stjórn, til þess skortir hana kjark og vilja!!
10,4% í vanskilum við banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.