Kosningar strax!!
3.11.2010 | 20:54
Stjórnarandstaðan á að segja sig frá þessu svokallaða samstarfi strax. Ef stjórnin ræður ekki við verkefni sitt á hún skilyrðislaust að segja af sér!
Þetta fylgilag stjórnarandstöðunar er til þess eins fallið að lengja líf stjórnarinnar og um leið hörmungar fólksins í landinu.
Samstarf byggist á samvinnu frá upphafi, ekki að annar aðilinn geti komið málum í hnút og þá komi gagnaðilinn til hjálpar. Samstarf byggist á að báðir aðilar komi málum að, ekki að annar aðilinn leggi línurnar og svo sé karpað um hvar og hversu mikið skuli farið af þeirri leið. Samstarf byggist á að báðir aðilar virði hvorn annan, ekki að annar aðilinn segi hinum fyrir verkum. Því er ekki um neitt samstarf að ræða, einungis verið að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á stjórnarandstöðuna.
Þjóðstjórn mun engu skila, það þarf engin að láta sér detta í hug að meiri árangur náist þó fleiri flokkar séu í stjórn. Ummæli Braga benda til að hann hafi meiri áhuga á ráðherrastól en að vandi þjóðarinnar verði leystur.
Við þurfum nýtt fólk á þing, fólk sem hefur skynsemi og þor til að taka á vandamálinu og leysa það!!
Hafa fyrirvara á samráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðstjórn sem fær bara ákveðin verkefni að vinna að á meðan kosningar verða undirbúnar... Það verður að koma þessari Ríkisstjórn frá strax vegna þess að hún er ekki að gera neitt annað en að halda áfram að koma annara manna vandræðum á herðar okkar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 21:19
Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mig" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is
J.S. (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.