Steingrímur J, ESB og hin nýju stjórnmálagildi
24.10.2010 | 07:55
Steingrímur J Sigfússon gefur skít í sina kjósendur. Hann ætlar að hundsa vilja flokksins og ganga gegn stefnu hans til þess eins að halda völdum. Svei honum!!
Steingrímur talar mikið um ný gildi í stjórnmálum, þurka þurfi út allt sem slæmt hefur verið og taka upp ný vinnubrögð. Eru þetta þau vinnubrögð sem hann hafði hugsað sér? Að öllu sé fórnað fyrir völd? Hvar er gagnæið? Hvað um vilja fólksins?
Það var klókur leikur, eða öllu heldur svika leikur hjá honum að koma því svo fyrir á flokksþingi VG síðastliðið vor, að erfiðum málefnum skyldi frestað og um þau rætt á haustdögum. Síðan þegar þau eru tekin fyrir og flokksforustunni gerð grein fyrir því að hinn almenni flokksmaður er ósáttur, segir formaðurinn að þetta sé ekki ákvarðanavettvangur! Hætt er við að tillaga forustunnar um frestun hefði ekki fengist samþykkt á flokksþinginu ef fólki hefði verið tjáð að það fengi bara að tala að hausti, ekki ákveða neitt.
Við Íslendingar höfum átt marga sérhagsmunapólitíkusa í gegn um tíðina, í huga flestra kemur upp nafn ákveðins fyrrverandi formanns Framsóknar þegar minnst er á spillingu og sérhagsmunastefnu. Það er hætt við að sagan muni dæma Steingrím J mun harðar en þann mann. Sá maður er eins og kórdrengur við hlið Steingríms J.
Það veit hvert mannsbarn á Íslandi að valdasýki Steingríms kom honum í stól fjármálaráðherra. Til þess varð hann að svíkja eitt af grundvallargildum flokk síns. Síðan hefur hann svikið nánast öll gildi og kosningaloforð þessa flokks.
Talsmenn Samfylkingar klifa á því að ekki sé hægt að draga umsóknina til baka né leifa fólki að kjósa um þetta mál, vegna þess að það sé brot á stjórnarsáttmálanum. Hvað stendur eftir af þessum blessaða sáttmála? Umsóknarferlið og þjóðfundur, kvoru tveggja áhersluatriði Samfylkingar. Af sautján blaðsíðna stjórnarsáttmála hefur ríkisstjórninni tekist að ná fram tveimur atriðum. Hvað með kaflann um atvinnuuppbyggingu? Hvað með kaflann um vanda heimilanna og hina svokölluðu skjaldborg? Hvað með kaflann um efnahagsmál, þar sem meðal annars er fjallað um að auka hagvöxt?
Staðreyndin er sú að stjórnin er mynduð með svikum, stjórnunin hefur verið svik og ekkert hefur verið gert til að bæta ástandið hjá okkur. Frekar hafa aðgerðir stjórnvalda tafið fyrir og brotið niður það sem þó stóð uppi eftir hrun!
Stjórn sem mynduð er með svikum við kjósendur getur aldrei starfað. Slíkri stjórn er algerlega fyrirmunað að koma erfiðum málum gegn um þingið. Þetta hefur sannast undanfarna mánuði. Það eru nefnilega þingmenn sem vilja standa á þeim gildum sem þeir voru kosnir fyrir. Nú er þessum þingmönnum líkt við ketti, eða sagðir "órólegadeildin". Það er svívirða að uppnefna þingmenn fyrir að vilja ekki svíkja sína kjósendur. Svívirðan er þó öllu verri þegar samherjar, svikararnir, uppnefna félaga sína. Til hvers eru kosningar?
Steingrímur segir að ekkert hafi breyst, VG sé enn á þeirri skoðun að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hvers vegna kaus maðurinn þá að farið yrði í aðildarviðræður? Er maðurinn svo skyni skroppinn að hann haldi að hægt sé að leika sér að alþjóðapólitík? Ef svo er, er hann jafnvel verr innrættur en útrásarguttarnir!!
Fullt umboð til að halda áfram viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er með þvílíkum eindæmum hversu lymskulega og lygilega flokksforysta VG sniðgengur og kemur sér undan að fara að vilja flokkksmanna VG og grasrótarinnar í flokknum.
Lúmskt þetta hjá Steingrími J. að koma því þannig fyrir að um málið skyldi ekki fjallað sérstaklega á Landsfundi flokksins á þeirri forsendu að það væri svo stórt í sniðum og þyrfti meiri og dýpri umræðu og því skyldi málinu frestað fram á haust og um það boðuð sérstök ráðstefna.
Svo kemur í ljós að á þeirri ráðstefnu er yfirgnæfandi fjöldi ráðstefnugesta á því að nú þurfi flokkurinn og forystan að breyta um kúrs í ESB málum og að nú verði hnefinn settur í borðið gagnvart Samfylkingunni.
Þá segir Steingrímur J. bara að þessi ráðstefna sé ekki rétti vettvangurinn til að taka neinar svona stefnumarkandi ákvarðanir.
Þvílík vinnubrögð og undansláttur og lymskubrögð sem formaður VG beitir fólk í sínum eigin flokki.
Hvar er lýðræðið í þessum flokki ?
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins setti forystunni stólinn fyrir dyrnar og vildi engar moðsuður eða málamiðlanir um stefnuna gagnvart ESB.
Þar var lýðræðinu beitt af fullum þunga !
Hver verður næsti biðeikur Steingríms í þessari lúmsku ESB refskák ?
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 09:13
Haldi Steingrímur því fram að það þurfi málefnaleg rök fyrir því að hætta við umsókn um aðild að ESB, hvar eru þá hin málefnalegu rök fyrir þeirri umsókn sem nú er í gangi.
Ég ætla það ekki að þú G. Heiðarsson hafir þau svör á takteinum en Steingrímur ætti að hafa þau á hreinu.
Ég veit þó af fyrri reynslu að Steingrímur er slíkur heigull að hann svarar ekki óþægilegum spurningum.
Þegar okkur verður ljós þessi staðreynd um þor Steingríms, er þá ekki komin í ljós þörfin fyrir upphaflegt markmið landsdóms, sem mér skilst að hafi átt að vera öryggis sleppi krókur á starfandi vandræða ráðherra, en ekki endilega framleiðsla á krókinn úr aflögðum heiðursmönnum þó ekki hafi reynst fullkomnari en menn eru yfir leittHrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.