Maðurinn veit ekki hvað hann segir
20.10.2010 | 14:22
Gylfi Arnbjörnsson heldur því fram að 75% af þeim kostnaði sem leiðrétting lána gætu kostað muni lenda á lífeyrissjóðum. Verið getur að það sé rétt, þó þetta sé ótrúlega hátt hlutfall.
Ef þetta er rétt hjá Gylfa, hvernig stendur þá á þessu? Ekki lánuðu lífeyrissjóðirnir 75% af þeim lánum sem rætt er um.
Lang stæðsti hluti þeirra húsbréfa sem lífeyrissjóðirnir hafa undir höndum fengu þeir á afslætti frá Seðlabankanum síðastliðinn vetur. Sjóðirnir ætla síðan að rukka þessi lán að fullu til að bjarga stjórnum þeirra frá niðurlægingu. Staðreyndin er að stjórnir sjóðanna voru búnar að stór skaða sjóðina og sólunda fé launþega. Gyfi Arnbjörnsson virðist hafa tekið að sér að verja þessa menn!
Gylfi Arnbjörnson fellur illilega í gryfju pólitíkur. Hann tekur upp hanskann fyrir Jóhönnu og segir einstaka ráðherra, stjórnarliða og stjórnarandstöðuna vera vandamálið! Hann hugsar ekki mikið til þeirra sem borga honum ofurlaunin!!
Það er vonandi að þeir sem ársfund ASÍ sytja muni gera manninum grein fyrir því að hanns starfskrafta sé ekki lengur óskað innan ASÍ. Það er ekki til of mikils ætlast að forseti ASÍ sé í einhverjum lágmarks tengslum við sína umbjóðendur og láti hag þeirra ganga öðru framar. Einnig að hann láti öll afskipti af stjórnmálum vera, meðan hann gegnir starfi!!
Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir fjármagna Íbúðalánasjóð að langmestu leyti og því hefði hann, sem er stærsti lánveitandi húsnæðislána, ekki getað afskrifað 18% af sínum útlánum, nema fá sömu niðurfærslu frá lífeyrissjóðunum á móti.
Það er algerlega óverjandi að ætlast til að elli- og örorkulífeyrisþegar lífeyrissjóðanna taki á sig að borga niður lánin fyrir yngra fólkið í landinu. Það verður að leysa úr sínum vanda á annarra kostnað en lífeyrisþega. Eðlilegast er að hver borgi sitt lán sjálfur og geti hann það ekki, verður hann væntanlega að lýsa sig gjaldþrota.
Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 15:00
Hvaðan fá lífeyrissjóðirnir fé til að greiða þér út lífeyrir Axel ef að 25-30.000 mans verða gjaldþrota eignirnar sem teknar eru upp í standa auðar og fólkið fer. Kemur sjóðurinn til með að borga þér í malaðri steynsteypu ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.10.2010 kl. 15:57
Þetta er svo mikið bull sem kemur út munni Gylfa að mig sundlar.
Ég setti fram tillögu um útfærslu á flatri niðurfellingu sem felur í sér yfirtöku Íbúðalánasjóðs á öllum húsnæðislánum, en hann hefur heimild til þess sem var sett á með neyðarlöunum svokölluðu, og í krafti lægri kröfu um eigið fé (5% en stendur núna í 3%) heldur en hjá bönkunum (16% og stendur nú talsvert hærra) skapast þar mun meira svigrúm til afskrifta án þess að það komi niður á öðrum en ríkissjóði sem er ábyrgur fyrir skuldbindingum ILS.
Ég setti svo þessa tillögu upp í reiknilíkan og komst að þeirri niðurstöðu að 18% niðurfelling kostar ekki nema 30 milljarða í beinum fjárútlátum ríkissjóðs, en 16% niðurfelling yrði ókeypis! Og með örlítið lægri niðurfellingu eða 14% fengist Íbúðalánasjóður endurfjármagnaður upp í 5% eigið fé, án nokkurs kostnaðar fyrir neinn í landinu! Þetta er einfaldlega bara snjöll bókhaldsfærsla sem krefst þess ekki að nein raunveruleg verðmæti skipti um hendur.
Í þessum töluðu orðum er verið að fullvinna hugmyndina og ganga úr skugga um að hún hafi ekki í för með ófyrirséð hliðaráhrif, en að óbreyttu mun hún verð kynnt fyrir stjórnvöldum og helstu hagsmunaaðilum á næstu dögum. Fylgist vel með...
P.S. Skoðið líka Icelandic Financial Reform Initiative þar sem lesa má um ýmsar hugmyndir að úrbótum á fjármálakerfinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2010 kl. 19:40
Þakka fyrir þessar upplýsingar Guðmundur. Það eru engin rök fyrir því að einn hópur umfram aðar skuli þurfa að taka á sig mun meiri birgðar en aðrir. Það eru heldur engin rök fyrir því að einn hópur eigi að sleppa algerlega við að taka þátt í uppbyggingunni, óháð þeirri staðreynd að einmitt sá hópur eigi stæðstan hluta í falli fjármálakerfisins og hefur að auki verið dæmdur sekur um brot á lögum.
Skynsemin segir manni að það hljóti að vera hægt að jafna þessar birgðar.
Það sannast enn og aftur að peningarnir ráða, því miður eru þeir sem stjórna þeim ekki enn komnir inn í Íslenskan raunveruleika!
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2010 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.